Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Star Wars og igrundadar skyndiakvardanir

 

(skrifad i gaerkvoldi..) 

Fyrir ekki margt longu horfdi eg a myndbrot a Youtube. Tar voru samankomnir midaldra menn klaeddir eins og hetjur teirra ur Star Wars. Eg sat hljod og um mig flaeddi einhver samudartilfinning. Eg veit ekki af hverju samt.. Er ekki bara fint ad folk haldi i barnid i sjalfu ser -to tad feli i ser athafnir a bord vid taer ad dressa sig upp eins og einhverjir geimguttar? Er eitthvad verra ef vidkomandi talar um skaldadar personur eins og um raunverulega einstaklinga/vini se ad raeda to eg geri tad ekki sjalf? Eg skal ekki daema um tad, en eitthvad vard to til tess ad eg vorkenndi teim. Kannski er eg bara svona trongsyn.

Tessa stundina er eg stodd i Kaupmannahofn a radstefnu sem hefur tad ad markmidi ad efla ljosmaedranema og ungar ljosmaedur a N-hluta kringlunnar sem vid kollum jord. Eg sat alsael i fyrirlestri hja kennaranum minum i gaer, helt stutt erindi tar sem mer tokst ovart ad vekja athygli a brjostunum a mer -med ekki oljosari haetti en ad benda a tau Whistling -og atti i kjolfarid mjog ahugaverdar samraedur (otengdar brjostum) vid danskan nema i hadeginu sem og adra nema/ljosmaedur a umraedufundi a eftir. Medganga, faeding, fraedsla a medgongu, skimanir.. Hvernig laera ljosmaedur fraedin? Hvernig nyta taer tekkingu sina? Hvernig? Hvad? Af hverju? Eg taladi, hlustadi, fraeddist, undradist, vard uppnumin, domhord, beitti samanburdi og gat engan veginn fengid nog! Mer fannst eg stodd i draumi -tvilik dasemd ad geta talad ut i eitt um tetta vid jafn ahugasamt folk!!  Tad flaug ad visu i gegnum huga minn i hadeginu tennan dag ad danski neminn vaeri ad drepa mig ur leidindum ef eg hefdi ekki ahuga a tvi sem hun vaeri ad segja -svo mikid taladi hun. Eg hef nefnilega verid medvitud um tad upp a sidkastid ad eg turfi ad fara gaeta min svo eg haldi afram ad vera vidraeduhaef um eitthvad sem ekki tengist starfi ljosmaedra. Eg vil sidur vera danski neminn ollum stundum..!

Ta var dagurinn i dag lika draumi likastur tar sem raett var um..ja nei, sleppum tvi.. bara hluti sem skorudu a mig og minn tankagang sem var virkilega hressandi og skemmtilegt,)

Til ad gera langa sogu stutta hefur tad nu runnid upp fyrir mer ad eg er (olikt Joni Gnarr sem var einu sinni nord)..

Aumkunarverdi midaldra gaurinn -klaeddur eins og Obi-Van!

Tad er oskandi ad eg fai utras her ytra svo eg verdi vidraeduhaef eftir ad heim er komid. Eg tigg gjarnan loford tess efnis ad pikkad verdi i mig ef eg kemst a tad stig ad raeda episiotomiur (eda eitthvad tadan af verra) og epidural -a innsoginu- tar sem tad a bara alls ekki vid.

 Samtykkt?! Takk takk..

 

Hvad igrundadar skyndiakvardanir vardar er Asrun med mer i tessari ferd. Dasamleg sem hun er, skynsom, dugleg og roggsom, er hun lika teim (yfirnatturulega?) haefileika gaedd ad taka igrundadar skyndiakvardanir. Tad verdur seint sagt um minar sem eru yfirleitt illa (eda bara ekki) igrundadar.

Stulkan keypti ser nefnilega tessa finu kapu i Leifsstod sem er sosum ekki frasogu faerandi nema sokum tess ad tad hafdi ekki verid a planinu ad kaupa slika flik (og flokkast tvi til skyndiakvordunar). Eftir ad hafa skodad kapuna fra ollum mogulegu sjonarhornum komumst vid ad teirri sameiginlegu nidurstodu ad kapuna vaeri haegt ad nota spari en lika til utivistar tar sem tjald kaemi vid sogu. Til tess ad sannreyna tad sidar nefnda dro stulkan fram ta staerstu lopapeysu sem eg hef sed (ekki trollapeysan min samt..) og matadi kapuna yfir hana. Snidid var lika metid ut fra fatnadi sem notadur yrdi vid (s.s. undir/yfir/med + mogulegir fylgihlutir) og olikar leidir til ad pimpa hana upp eda gera hana mjog sparilega voru einnig raeddar. Tad er ohaett ad segja ad ekki hafi verid hlaupid yfir tennan vida voll moguleika a neinu hundavadiCool

Tad er skemmst fra tvi ad segja ad eg vard (og er eiginlega enn) ordlaus yfir tessari snilld og full lotningar gagnvart skarpskyggni domunnar. Svona a madur ad gera tetta!

 

Eg reyni ad hafa tetta hugfast naest tegar mig "vantar" kjol en kaupi kapu,)

Tar sem eg skrifa tessi sidustu ord hljomar rodd Ninu Simone i ipod-inum minum. Tvaer greinar bida min og kojan. Hoggens.


Goodbye to you my trusted friend..

Þá skilja leiðir þegar síst skyldi. Ég er nokkuð viss um að einhver spekingur hafi einhvern tímann látið þessi orð falla. Lífsförunautur minn, félagi og kær vinur hefur nú kvatt okkur. Löngum þekktur undir nafninu prins Polo hefur hann þjónað mér frá því leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir all nokkrum árum síðan. Í ljósi þess hve stórt hlutverk hann hefur spilað í lífi mínu kemur það varla á óvart að mér hefur í gegnum tíðina verið tíðrætt um hann og eytt ófáum takkaslögum í frásagnir af honum. Hér á eftir gefur að líta nokkur minningabrot af félaganum sem nú er horfinn á braut. Heilsu hans hefur hrakað að undanförnu en þessi kappi lifði það þó að skutla mér í Skálholt um síðustu helgi þar sem mér tókst ætlunarverk mitt að klára (nánast) ritgerðina mína. Þessi ferð varð honum þó sennilega um megn og sjálfsagt það sem varð honum að aldurtila -svona eftir á að hyggja. Hann skutlaði mér frá Skálholti í hestamessu en í ljósi nýrra óhljóða sem hann kom sér upp í Skálholtsferðinni mátti ég bíða á meðan um 100 hross lögðu af stað upp í Víðidal af ótta við að fæla þau með látunum.

Á mánudaginn hótaði hann hins vegar að gefa endanlega upp öndina þar sem ég keyrði hann þvert yfir Skólavörðustíginn (var að reyna að taka U-beygju) en botninn sló endanlega úr þegar han komst ekki í 4. gír -vöðvastýrið, óvirku rúðuþurrkurnar, lekinn, hljóðið í miðstöðinni, skortur á samlæsingu, óopnanlegt skott til fjölda ára og allt hitt... var löngu hætt að taka eftir því. Var bara orðin helst til áhyggjufull yfir heilsufarinu og svipurinn á Helgu sem fékk að sitja í bætti ekki úr skák (leist-ekki-á-blikuna-+-lífhrædd.is). Það er eitt að aka sjálfum sér og taka sénsa en allt annað mál þegar fleiri eru um borð. Svoleiðis gerir maður ekki.

Við getum þó huggað okkur við það að systir mín, Þórhildur, lofaði fyrir jól (þegar ljóst var að prinsinn fengi aldrei aftur skoðun) að baka kökur og halda erfidrykkju þegar að kveðjustundinni kæmi. Ég bíð eftir opnu boðskorti Þóra.

Ef ég væri tæknisinnaðri myndi lagið Seasons in the sun óma í bakgrunninum og slómó-myndasýning frá stundum okkar saman líða yfir skjáinn. En ég kann það ekki. Ég læt því nægja að taka saman nokkrar frásagnir af mínum ástkæra og treysti því að lagið ómi í hugum ykkar.

Hvíl í friði kæri vinur, þín verður sárt saknað.

Liljan

 

20. 5.08 Draumaprinsinn..

...kom inn í líf mitt einn sumardag í maí árið 2001. Það var nokkur aldursmunur á okkur en þegar ástin er annars vegar er aldur afstæður. Hveitibrauðsdögunum eyddum við í rólegum gangi eftir götum borgarinnar, dóluðum okkur eins og við ættum allan tímann fyrir okkur. Ástin blómstraði og sólin virtist kyssa okkur á hverjum degi.

Það leið ekki langur tími þar til við færðum samband okkar á annað stig og fórum í fyrstu ferðina okkar út fyrir borgarmörkin. Ég kynnti hann fljótlega fyrir fegurðinni norðan heiða og austan sem hann féll fyrir, alveg eins og ég. Hann var sem hugur minn og uppfyllti allar þarfir mínar og þrár. Við vorum sköpuð fyrir hvort annað. Ég trúði því af öllu hjarta að lífið yrði alltaf svona ástríðufullt..enda á ástin til að blinda fólk en ég væri að ljúga ef ég héldi því fram að aldrei hefðu komið brestir í sambandið. Þegar hversdagsleikinn tók af okkur völdin og vinna og aðrar skuldbindingar fóru að taka annars dýrmætan tíma frá tilhugalífinu fór að bæra á örlitlum pirringi. Skyndilega var prinsinn ekki eins og hugur minn. Kækir sem mér hafði áður þótt krúttlegir og sætir fóru að pikka í mínar fínustu. Ég kenndi álaginu um enn sannfærð um eilífan kraft ástarinnar og reyndi eftir fremsta megni að leiða þá hjá mér. Gekk ekki. Hann skynjaði pirringinn minn og varð sjálfur pirraður á pirringnum á mér.

 

Það boðar aldrei gott þegar einhver er pirraður út í annan og hann verður pirraður á pirringnum í hinum. Þið vitið hvað ég á við.

 

Ég gat hvorki hlegið eða fundist það sætt og fyndið þegar hann í ærslafullum leik fór að ausa yfir mig vatni. Sorrí, ég bara hafði ekki húmor fyrir því. Mér fannst það líka ekki fyndið þegar hann fiktaði í rúðuþurrkunum mínum þannig að þær virkuðu ekki í rigningu. Heldur ekki þegar þær byrjuðu að skúra þegar rigning var hvergi í sjónmáli. Þegar hann lagðist í götuna og þóttist ekki komast lengra en hrökk svo alltaf strax í gang eftir smá hvatningu. Á ég að hvetja þig áfram alltaf alls staðar? -Ég er í skóla og vinnu og hef FULLT af öðrum skuldbindingum sem ég tek alvarlega!

 

Þar sem ég var við það að gefast upp og ég viðurkenni að ég var farin að líta í kringum mig eftir nýjum prinsi til að uppfylla þetta tómarúm sem ástin mín var farin að skilja eftir sig, ákvað ég að gefa honum einn séns í viðbót. Ein ferð norður til að treysta sambandið, reyna að finna aftur taktinn sem hentaði okkur svo vel. Ég var stressuð fyrir ferðinni enda fannst mér hjartað mitt og heili vega salt sem er ekki góð tilfinning. Við lögðum í hann og hann lét af öllum pirrandi háttum sínum. Hann varð aftur eins og hugur minn og ég endurheimti ástina.

Ég er að segja þér það að ferðin okkar saman, alein í 4 og hálfan tíma (með smá dassi af Madonnu) styrkti sambandið svo um munar. Í dag hef ég bara augu fyrir einum prinsi og það er hann..

 

Prins Polo árgerð 1997 sem flaug í gegnum skoðun í síðustu viku og færði mig heila á höldnu norður.

 

Elska þig!

 

4.6 Þegar bíllinn Hannesar dó síðastliðið sumar og hann fékk prinsinn að láni

Gripið niður í miðja sögu..:

Prinsinn var ekkert ægilega þrifalegur. Pabbi sagði mér áður en ég lagði af stað að ég yrði að ryksuga hann, það væri bara ekki sjón að sjá inn í hann og ég á leiðinni norður! Ég var hins vegar fullviss um að Ólafsfirðingar myndu ekki liggja á rúðunni hjá mér til þess að skoða inn í hann og fór því á honum "óryksuguðum" norður. En nú ætlaði frændi að fá bílinn svo ekki gat ég boðið honum upp á þetta. Ég fór því með bílinn niður á Hótel og ryksugaði hann hátt og lágt. Eftir að hafa ryksugað hann fannst mér þetta svo hriiikalega gaman að ég ákvað að vaða í einn kústinn og þrífa hann bara almennilega í leiðinni. Ég var að klára að ryksuga þegar maður á jeppa keyrði að einum kústinum og út stökk reyndur bílakústaþrífari svo ég ryksugaði nokkur ímynduð korn úr bílnum og dólaði í von um að hann færi svo ég gæti byrjað. Það voru tvær ástæður fyrir þessu: Í fyrsta lagi: Prinsinn má ekki fá minnimáttarkennd við hliðina á nýjum Land Cruiser (jú jú, vanur en þessi var ókunnugur) og í öðru lagi: Ég er ekkert sérstaklega lagin við svona kústa, svo ekki verði meira sagt. Ég gafst samt fljótt upp á því að ryksuga eitthvað sem ekki var svo ég renndi upp við hliðina á jeppanum og byrjaði á að kústa motturnar. Það fór heldur brösuglega af stað enda mikill kraftur í kústinum, heldur meiri en ég bjóst við. Vatnið frussaðist því um allt og ég mátti hafa mig alla við að hafa einhverja stjórn á honum. Ég ætlaði bara að taka mér góðan tíma í motturnar þangað til kauði léti sig hverfa en það var ekkert hægt að dóla -þetta var bara hörku puð! Það varð því fljótt ljóst að ef ég ætlaði að ná að fara yfir allan bílinn í stað þess að gefast upp á miðri leið yrði ég bara að gjöra svo vel að kyngja stoltinu og kústa hann með áhorfanda. Ég náði að flengja kústinum niður á húddið og hamaðist þar sem vitlaus væri (það leit allavega þannig út en í raun var það bara örvæntingarfull tilraun af minni hálfu að hafa stjórn á þessu kraftmikla tryllitæki sem bílaþvottakústar geta verið). Grasið ætlaði bara ekki af en ég hélt áfram og elti kústinn á aðra hlið bílsins. Ég reyndi að nudda kústinum vel á neðri hlutann enda var mest rykið þar. Það reyndist mér þó erfitt þar sem varla er hægt að segja að kústurinn hafi snert stálið (slíkur var vatsnstraumurinn). Þegar jeppadúddinn við hliðina á mér hvarf á bak við sinn bíl skolaði ég þakið enda náði sprænan úr mínum kústi ískyggilega nálægt bílnum hans (þó var kúststæði á milli okkar). Ég fór yfir rassinn á bílnum en þá kom slinkur á slönguna svo ég togaði en það dugar víst ekki til að leysa úr slíkri flækju. Á meðan byggðist upp meiri kraftur svo ég missti næstum takið á kústinum þegar vatnsflaumurinn braust af enn meira afli fram í kústinn. Ég hélt að sjálfsögðu kúlinu allan tímann með hárið klístrað blautt framan í andlitinu á mér og sólgleraugun á nefbroddinum(!) Þegar kom að hinni hlið bílsins féllust mér hendur enda töluvert meiri skítur þar en hinumeginn. Ég var að niðurlotum komin en dröslaðist þó í gegnum þetta og kláraði. Ég var ansi fegin þegar ég slökkti á krananum en þá flaug að mér sú hugmynd að kannski hefði bara verið betra að skrúfa ekki alveg frá svo bunan yrði aðeins slappari. Ég nennti samt engan veginn að standa í því þarna enda búin að þrífa bílinn. Ég skellti blautum mottum í bílinn og ók heim á leið. Þá gerði ég mér ferð inn í Skipholt að sækja tusku og þurrka skyrið innan úr bílnum síðan börnin "mín" átu þar heila skyrdós með puttunum... Ég var harla ánægð með afraksturinn en sú gleði hrundi eins og spilaborg þegar bíllinn fór að þorna.

Það eru helgidagar út um allt.

Ég ætla að kaupa mér klippikort á bílaþvottastöð. Ég er bara engin manneskja í bílaþvott og játa mig sigraða. Ég gefst upp!

 

11.7 Brúðkaup Örnu og Tomma

Ég reif mig upp fyrir allar aldir 3. júlí sl og lagði af stað suður. Ætlunin var að hitta liðið að Hlöðum í Hvalfirði kl 10 til að græja staðinn fyrir brúðkaupsveisluna. Með í för var Dísa litla. Við vorum ekki komnar langt inn á Lágheiðina þegar ferðafélaginn hafði orð á því að við hefðum nú getað farið á hennar bíl (töluvert nýrri og flottari bíll..með bakk myndavél nb!) Ég sagðist nú ekki telja þörf á því, þetta yrði ævintýraför á prinsinum. Þá skellti pían upp úr og svo ískraði í henni: Svo ferðu Lágheiðina! -Eins og ég væri á leiðinni yfir Kjöl...!

 

27.7 Á hlaupum

Byrjum á smá rapporti um prinsinn. Eins og áður hefur komið fram er prinsinn orðinn nokkuð slæmur til heilsunnar. Við erum að tala um 11 ára gamlan dreng sem hefur (erfitt að segja það) e.t.v. ekki búið við nógu gott atlæti síðustu..hvað 7 árin? Það hefur þó lagast í seinni tíð og er hann nú umvafinn ást og hlýju á degi hverjum...! Eftir síðustu ferð okkar norður var mér bent á að eitthvað hefði komið drengstaulanum úr jafnvægi og bæri hann þess skýr merki. Ég hafði greinilega gleymt mér í eigin þönkum og ekki veitt honum næga athygli meðan brúðkaupsundirbúningur stóð sem hæst. Tiltölulega nýr fótabúnaður prinsins hafði spænst upp að hálfu og stóð myndarlegt víravirki út úr báðum framdekkjunum (nákvæmlega, hver vissi að það væru vírar inni í dekkjunum?! Ekki ég!) Nú hef ég oft gert grín að sjálfri mér fyrir það hversu hriiiikalega ósjálfbjarga ég er þegar kemur að heilsu prinsins sem skýrist bara af góðum föður: Já pabbi?! Lilja hérna! Ég var að bakka út úr stæði og gírstöngin bara datt úr sambandi! ...já nei, ég var búin að bakka úr stæðinu þegar stöngin...uuu...hætti að virka. Ha? Ýta honum aftur inn í stæðið?! Nei, ég held ég geti það ekki, ég er í kjól og á hælum! (Sönn saga frá afmælinu mínu '07)

Núna er ég á Ólafsfirði og ætlaði því að reyna að hlífa föður mínum sem er í Reykjavík. Svo ég skrapp til móðurbróður míns sem er bifvélavirki en hann var ekki í bænum. Þá fór ég til annars móðurbróa sem var að rúnta einhvers staðar á íbúðinni sinni (húsbíl). Þegar þarna var komið við sögu var nokkuð farið að síga úr dekkinu svo ég bætti í það og hlustaði svo á róandi hvisss hljóð sem sannaði gat á dekkjaræflinum. Tók ég þá upp símtækið og hringdi í pabba. Það var ekki að spyrja að honum, örfáum mínútum síðar var hann búinn að athuga status á báðum móðurbróunum og hringja á bæjarverkstæðið til að athuga með dekk en fór þó svo að þau voru keypt í bænum og send norður með Flytjanda! Ég fór svo röltandi til að sækja dekkin eftir vinnu en komst þá að því að skrifstofan var bara opin til 15 svo Dísa greyið mátti gera aðra tilraun daginn eftir en þá höfðu þau þegar verið sótt af móðurbró. Svona eru allir hjálplegir fyrir norðan! Móðurbróarnir unnu svo saman að því að skipta um dekk og "balancera" bílinn. Líða svo ÖRfáir dagar og ég ætla að renna inn á Akureyri að hitta Helgu. Ég var að skutla Sossu frænku inn á Dalvík (á hennar bíl) og hjólaði svo á fullu heim að ná í prinsinn til að skutlast þetta. Fór þá ekki betur en svo að prinsinn startaði ekki. Nú á hann það "stundum" til að drepa á sér en alltaf rennur hann aftur í gang. Það er skemmst frá því að segja að ég gerði ca 10 tilraunir til að starta honum áður en ég hringdi í Sossu og fékk að fara á Teriosinum hennar. Viffi tók prinsinn og hlóð geyminn enda þurfti ég að komast á honum í Ásbyrgi í gær. Í gærmorgun kom Dísa til mín af næturvaktinni með blöð til mín sem ég hafði prentað út daginn áður og spurði áður en hún ók á brott hvort ég kæmi honum örugglega í gang. Ég hélt það nú! Við kvöddumst og hún hélt sína leið rétt eins og ég ætlaði að gera en aftur vildi kauði ekki í gang. Ég hringdi því í Dísu og bað hana að ýta mér út úr stæðinu svo ég gæti látið hann renna í gang. Dísu skorti kraftana svo ég ýtti henni úr stæðinu í brekkuna en þá stökk hún úr bílnum og ég inn. Dísa hljóp svo hlæjandi með mér niðureftir á meðan ég reyndi eftir öllum ráðum að koma bílnum í gang. Tókst ekki! Eftir stóð Dísa í brekkunni í mesta hláturskasti sem ég hef hingað til orðið vitni af hjá henni.

Ég ók því í Ásbyrgi á töluvert flottari bíl (Nissan Primera með bakkmyndavél nb!). Mér leið eins og algerri skutlu en á sama tíma dauðhrædd um að klessa bílinn eða velta honum á leiðinni. ((Þessi fóbía mín verður rakin til þess þegar móðir Dísu ætlaði að lána mér jeppann sinn til að skreppa upp í Skipholt þegar ég var nýkomin með bílpróf. Pabba leist nú ekki á blikuna og skutlaði mér. Þá hafði hann orð á því að ég gæti velt bílnum á leiðinni (frá Dísu upp í Skipholt eru á að giska 600 metrar) og að maður ætti aldrei að fá neitt lánað sem maður er ekki borgunarmaður fyrir. Þetta mottó hefur fylgt mér og er gott..þó fóbían mætti vera minni!)) Ég fór semsagt niður í Ásbyrgi til að taka þátt í Jökulsárhlaupinu.

 

Komment frá Dísu litlu á þessa færslu: Var að spá í hvort að ég ætti að tjá mig e-ð um Prinsinn en ég held ég sleppi því þar sem það eru ekki fögur orð, fyrir utan það að þú myndir ekkert hlusta á mig!

 

21. 8. 2008

Ég var að skríða niður af Lágheiðinni þegar prinsinn byrjaði að tuða. Ég lét sem ég heyrði ekki í honum og hækkaði aðeins í útvarpinu. Eftir því sem leið okkar inn Skagafjörðinn styttist hækkaði minn róminn og reyndi að yfirgnæfa Mamma mia diskinn sem ég var að reyna að hlusta á. Þegar við fórum í gegnum Sauðarkrók var hann beinlínis dónalegur og jós fúkyrðum yfir bæinn. Ég hækkaði bara enn meir í tækinu og fór að syngja með enda ekki vön því að rífast. Best að leiða það bara hjá sér. Ég tók svo upp puttaling sem fór í fyrstu hjá sér yfir látunum í prinsinum. Við kölluðumst því á í stað eðlilegs spjalls þar til hún hoppaði út í Borgarnesi. Þegar þarna var komið við sögu hækkaði ég svakalega í tækinu og var farin að syngja fáránlega hátt með -svo það var bara gott að það var enginn ferðafélagi með í för...! Þegar ég keyrði svo inn í siðmenninguna er skemmst frá því að segja að prinsinn vakti áður óþekkta athygli á sér, slík voru lætin í honum. Ég ákvað að koma við hjá Þóru sys og sækja burstann minn en aðkoma mín þangað verður best lýst svona.

Hjón stóðu í þögn inni í eldhúsi að undirbúa matarboð. Karlinn var að skerpa á kjöti en frúin að brytja niður í salat. Berst þá inn mikill hávaði að utan.

 

Hallgrímur: Hvað er þetta?

Frúin teygir sig í átt að glugganum en snýr sér svo aftur að fyrri iðju: Lilja er að koma.

Já pústið er farið og ég er í þessum töluðu að sækja um nemakort í strætó.

 

Fann ekki frásögn mína af annars eftirminnilegu augnabliki með prinsinum þegar ég sótti múttu og far á völlinn fyrir jól en það var einhvern veginn svona..:

 

Ég lagði af stað rétt um 5 leytið um morguninn, hækkaði í græjunum og sönglaði..svona til að halda mér vakandi. Þegar vegurinn var orðinn tvíbreiður ók upp að hliðinni á mér rúta og gefur stefnuljós út í kant. Bara smá problem: Ég var á akreininni á milli kantsins og rútunnar. Rútubílstjórinn sem ég hélt að hlyti að vera snar eða staurblindur þröngvaði mér út í kantinn, ók í veg fyrir mig og nam staðar. Ég horfði hissa fram fyrir mig, skrúfaði niður rúðuna og velti því fyrir mér hvað væri að gerast þegar rútúbílstjórinn kom æðandi út kallandi: „Er allt í lagi með þig?!" Ég náði ekki að svara því guttinn hljóp hring í kringum prinsinn og fór svo annan á fjórum fótum. Ég get bara ímyndað mér svipinn á smettinu á mér. „Það skíðlogar aftan úr þér!" (-ok þetta má misskilja!) „fannstu ekkert fyrir því?!" Það stóðu víst slíkar eldstungur aftan úr prinsinum að farþegunum var hætt að standa á sama. Þá sagði hann mér að "kassinn" (veit ekki hvaða) væri rauðglóandi og bauð mér svo far. Ég vissi ekki alveg í hvorn fótinn ég átti að stíga en fannst óttalegt vesen að fá far með flugrútunni til að sækja foreldrana -hvernig átti ég að redda mér/okkur til baka?! Því fór það þannig að ég ók á undan rútunni (ekki alveg sama um ástandið á meðan og þreifaði reglulega á sætinu hvort það væri nokkuð að hitna!!) og prinsinn hafði það af. Ekki að spyrja að því! Ég fékk svo öllu frjálslegri lýsingar á uppþotinu sem prinsinn olli í rútunni á meðal farþega meðan ég beið uppi á velli með bílstjóranum. Gat lítið sagt nema: Úbbs..sorrí!

Stafræn samtöl mín við Dísu um prinsinn. Dísa litla hefur löngum búið yfir óþrjótandi trú á ágæti prinsins:

12.12.08

Ég: Nú er bara að leggja í hann austur á prinsinum eineygðum með rúðuþurrkum í verkfalli -Er ekkert að birta?!

Síðar sama dag:

Dísa: Ertu að djóka ætlaru á bílnum í þessu ástandi !!! Ég kalla þig heldur bratta, þú nærð samt alltaf að redda þér sama í hvaða sjálfheldu þú kemur þér í !!!

14.1208

Ég:...og komin heim, heil á höldnu! Var vinsamlegast beðin um að koma heim í dag (af föður mínum) þar sem búið er að spá snjókomu á morgun og rúðuþurrkurnar eru enn í verkfalli. Ég settist því upp í prinsinn um 17 og ætlaði að aka sem leið lægi í bæinn en sat þá pikkföst. Ég labbaði í átt að ljósinu og fann mig í fjósi. Þar horfðist ég í augu við á að giska 20 beljur sem snarhættu allar að éta og góndu á mig í forundran. Ég óð grasið til að komast innar í fjósið en þar tók á móti mér FM 957 tónlist. Ég reyndi pent að vekja athygli á mér og rann svona svakalega í flórnum -bara heppni að ég datt ekki! Guttinn á bænum bjargaði mér úr sjálfheldunni en þegar ég lagði af stað mundi ég hversu hrikalega náttblind ég er og prinsinn eineygður. Úbbs. Ég fór ekki yfir 60km/klst og missti af tónleikum með pa. Náði samt öðrum í staðinn -stemmari!

Síðar:

Dísa: Gott að þú sért komin heim, ótrúlegt þetta traust sem leggur endalaust á þennan skrjóð!!!

Ég: Hann heitir Polo, prins Polo. Ekki skrjóður!

8. febrúar 2009 Ég til Dísu..

Annars hugsa ég oft til þín þegar ég keyri yfir snjóskafla á prinsinum. Þér myndi vökna um augun ef þú sæir hvað hann er duglegur.
Hann saknar þín líka og hlakkar mikið til að taka einn rúnt með þér, )

 

En fleiri verða þeir víst ekki bíltúrarnir, félagi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.

Þín,

Lilja

P.S. Ykkur er frjálst að deila hugrenningum ykkar um prinsinn í kommentakerfi hér að neðan!


Mér er sem ég sjá'ann Einar kalda..

Það er of löng saga að segja frá því hvað varð til þess að við Þórey enduðum á að skreppa til Eyja. Reyndar trúði ég því eiginlega ekki að við værum í alvörunni að leggja í hann fyrr en Þórey pikkaði mig upp hjá afa þennan fimmtudagsmorgun og ég settist upp í bílinn hlæjandi. Þorlákshöfn: Here we come! Þar sem við vorum á ágætum tíma rúntuðum við aðeins í Þorláki og náðum nánast að villast. Ótrúlegt...en satt. Við hentum okkur því í dallinn sem ég skil ekki til þessa dags hvers vegna heitir ekki bara Eyjólfur –burtséð frá augljósri tengingu Herjólfs við Herjólfsdal. Jæja.. Þegar við stigum út úr bílnum, inni í Herjólfi kom þessi líka skemmtilega lykt sem minnti mig bara á hugsanlega yfirvofandi sjóveiki. Húsvörðurinn í Skógarbæ hafði stuttu áður rekið upp stór „eyru” þegar hann heyrði að ég væri að fara til Eyja og spurði mig í forundran hvort ég hefði ekki heyrt spána: 20-og-ég-veit-ekki-hvað-margir-metrar-á-sekúndu!! -áður en hann ráðlagði mér að taka sjóveikitöflu og leggjast einhvers staðar fyrir. Við þessi ummæli hlakkaði aðeins í mér -innra með mér- ég barði mér á brjóst (í huganum) meðan ég hugsaði til sjómanna í móðurætt sem höfðu/hafa margmigið í saltan sjóinn. Minningin um það þegar ég ældi nammimöndlum á gólfið í Akraborginni var hins vegar fljót að hellast yfir mig þegar í Herjólf var komið. Dallurinn vaggaði af stað og Þórey, sem sat við hliðina á mér í bíósalnum, leit á mig dreymandi og sagði: „Ooooo það er svo notalegt að láta rugga sér svona!” Ég brosti bara út í annað og hugsaði með mér: Já já, við skulum sjá hvernig þetta þróastJ Við vorum ekki langt á sjó komnar þegar Þórey uppgötvaði tyggjó í fallega rauða hárinu sínu. Einhver hafði verið svo vænn að skilja eftir jórturleðrið sitt á hauspúðanum. Þórey kallaði eftir neyðaraðstoð og ég drattaðist upp úr stólnum sem ég hafði heitið sjálfri mér að sitja grafkyrr í þar til dallurinn næmi staðar (vá ég fæ alveg sjóriðu að rifja þetta upp!) Nema hvað að ég arka á eftir Þórey inn í kaffiteríuna eins og draugfullur sjóræningi (jiii- ekki að djóka með sjóriðuna, það bara hringsnýst allt!) og reyndi að kroppa mesta tyggjóið úr peysunni hennar og hári meðan ég barðist við að halda jafnvægi. Restin var svo klippt úr og ég gekk jafn full að sjá til baka. Veltingurinn var ekki lengur notalegur þar sem skipið virtist nú þeyta kerlingar á biluðum bárum! Stefnið fannst mér stefna til himins áður en við skullum aftur niður og þeystumst sitt á hvað til hægri og vinstri. Til að kóróna þessa ágætu stund var farið að sýna myndina Super-Size Me. Einstakt val á bíómynd, segi ekki annaðJ Ég lokaði augunum og var á þessum tímapunkti farin að veifa æluboxi yfir andlitinu á mér í veikri von um smá gust meðan svitinn spratt fram á enninu á mér og öll tengsl við sjómennina í móðurætt voru orðin a-f-a-r   f-j-a-r-l-æ-g. Þórey greyið zikk-zakkaði inn á klósett og skilaði pulsunni í postulínið á meðan ég talaði sjálfa mig í gegnum þessar hörmulegu mínútur sem eftir voru. Um leið og báturinn stansaði hvarf hins vegar þessi ónotatilfinning með öllu og við brunuðum á Gistiheimilið Árný. Þar tókst okkur, óvart, að vekja barnabarn annars vinalegs gistihúsaeiganda áður en okkur voru veitt lyklavöld að ágætu herbergi í kjallaranum. Við komumst fljótlega að því að öll söfn, þ.m.t. safnið í Skansinum sem ég er alltaf að tala um, voru lokuð svo við tókum ráðleggingum Árnýjar og keyrðum af stað. Við skoðuðum Flakkarann, keyrðum hálfgerða vegleysu upp í fjall og fundum þar kross, Gaujalund, Guðlaugskerið (dásamlegt að sitja við hlið Þóreyjar þegar hún var að lýsa staðháttum út frá því sem hún hafði séð í Kastljósi –en henni tókst að finna kerið, stelpunni!), keyrðum út á Stórhöfða, skoðuðum Ræningjatanga, Herjólfsdal og já..bara ALLT. Ég varð reyndar fyrir smá vonbrigðum að vera ekki búin að læra Göllavísur áður en við lögðum í hann og var hálfpartinn að vonast til að mæta Árna Joð. Hann hefði örugglega verið til í að taka í gítarinn með okkur...mmm! EN allavega. Þórey stóð sig eins og hetja í hlutverki bílstjórans og náði bara næstum því að drepa okkur sjö sinnum. Við hlógum mikið að því hvað maður getur verið dómharður í umferðinni í Reykjavík og telur sig spotta nákvæmlega út hverjir séu aðkomumenn „því þeir kunna ekki umferðareglurnar” Ég held að allir í Eyjum hafi séð það langar leiðir að við vorum ekki heimamenn –við bara sáum ekki allar biðskyldurnar. Reyndar er Þórey ekki með einkanúmer sem skar Yarisinn soldið úr flórunni. Það er gaman að segja frá því að á rúntinum mættum við Elfu, Ingó, Gústa, Frikka og fleirum..allir með einkanúmer. Reyndar var einhver Eyja-peyjinn á mj töff breyttum Volvo sem keyrði ítrekað fram úr okkur á vafasömum hraða, án einkanúmers, en mjög áberandi þó..!             

Við hentum okkur svo í sund um kvöldið og það var unaðsleg nostalgía að stinga sér aftur í laugina enda á maður margar góðar minningar þaðan frá IMÍ. Það er reyndar orðin svakalega fín aðstaða og allt orðið stærra og nýrra síðan ég synti þarna síðast og því höfðum við harla gaman að því þegar litlar skvísur í klefanum sögðu okkar að „elta bara motturnar” til að komast í laugina. Þessar ágætu mottur lágu í gegnum kaffistofu starfsmanna og líkamsræktarstöð svo eitthvað sé nefnt sem gerði leiðina út í sundlaug ævintýralega þó ekki verði meira sagt,) Í pottinum lagði ég svo við hlustir þar sem tveir krakkar (á að giska 11) ræddu listina að spranga. Strákurinn virtist eitthvað hneykslaður á litlu skottunni að vera lofthrædd í 5 metrum. Mér finnst 5 metrar bara ansi hátt þegar maður hangir í einhverjum kaðli utan í fjalli..en það er bara ég. Skemmtilegt að upplifa svona frábrugðnar pottaumræður þar sem krepputal er að drepa alla stemmningu í heitu pottunum uppi á landi, segi ekki annað! Þar sem Þórey hefur með afburðum stórt tengslanet var það svo úr að við skruppum á Cafe Volcano eftir ábendingu einhvers gutta í Eyjum sem Þórey kannast við og fengum þar svona líka afburða góða þjónustu..:D           

Daginn eftir hittum við svo Björgu Pálsdóttur ljósmóðir og merkilega konu með meiru. Við Þórey vorum alveg dolfallnar að heyra hana segja frá ævintýrum sínum í Eþíópíu og störfum sínum á veraldarvaktinni (langar báðum dáldið í slíkan bisness einhvern tímann á lífsleiðinni). Þar sem Björg tók á móti okkur á milli kúnna sýndi hún okkur fæðingarstofuna og fræddi okkur um starfsemina áður en hún kom okkur í hendur hjúkrunarfræðings á miðhæðinni, Margréti, sem sýndi okkur alla deildina. Þá tók Hildur sjúkraþjálfari við okkur og sýndi okkur betur efri hæðina og við enduðum niðri hjá Auði á heilsugæslustöðinni og fengum því þarna þennan líka GRAND-túr um heilbrigðisstofnunina sem var miklu betri en einhver skitin (sorrí orðbragðið) rúsína í pylsuendanum -Og þó er ég hliðholl rúsínum..var frábært.           

Við fórum í hádegismat á Santa María, drukkum kaffi eins og okkur væri borgað fyrir það og röltum svo í búðir. Þar sem sjóferðin var farin að nálgast fannst mér örla fyrir tja..einhvers konar „fyrirfram” sjóveiki og ég reyndi að rifja upp ráðin á heimasíðu Herjólfs. Átti maður helst ekki að drekka kaffi fyrir ferðina eða átti maður að drekka kaffi? Ég taldi ljóst að mér hefðu sennilega orðið á mistök við að hella í mig þarna 3-4 bollum þó góður hafi hann verið kaffisopinn, heillin! Við keyptum okkur minjagripi og fórum í apótekið eftir koffínátíni. Ég spurði dömuna hvort þetta virkaði eitthvað og hún svaraði með svo sannfærandi já-i að ég var ekki lengi að snara fram kortinu og henda í mig tablettunni. Við fundum svo Pompeii norðursins og hittum þessa líka skemmtilegu karla sem fræddu okkur um verkefnið. Einn þeirra potaði aðeins í vikurinn og það myndaðist ágæt hola við eitt húsið þannig að við fengum gott útsýni yfir þak og útvegg húss sem er búið að vera niðurgrafið í öll þessi ár: Algjörlega magnað. Það var töluvert betra í sjóinn en daginn áður en ég er ekki frá því að taflan hafi gert sitt gagn líka. Ég steinrotaðist og svaf alla leiðina til baka. Gott ef það var ekki bara notalegt að láta rugga sér svona í svefnrofanumJ  

Þetta var geggjuð ferð og skemmtileg þó stutt hafi verið og ég segi eins og Rússarnir (með safnið sem var lokað): Maður verður að skilja eitthvað eftir svo maður hafi eitthvað til að koma aftur fyrir. Vestmannaeyjar eru náttúruperla með ótrúlega „stóra” sögu og eftir túrinn um spítalann hefði ég jafnvel verið til í að ráða mig þangað. Þær seldu mér gjörsamlega hugmyndina þessar stelpur. Allavega væri gaman að skreppa þangað einhvern tímann aftur og kynnast rótunum. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Hmm Þórey!? Annars heyrist mér nú á að öllu að hin árlega Kenía-útilega verði haldin í Eyjum í ágúst -Elva Dögg er komin með puttana í planiðJ Væri samt til í að vita meira um blessaðar rollurnar sem virðast hanga þarna uppi í Heimakletti, þær bara HLJÓTA að lenda einhvern tímann í sjálfheldu! Meeee..!


Staðið yfir pottum

Helgin var frábær. Við Viktoría hittum Óla í hádeginu á laugardaginn og enduðum á að eyða deginum með honum. Kíktum á kaffihús, röltum í bænum og borðuðum saman. Kvöldið endaði svo ekki á verri endanum þar sem Næturvaktin kitlaði hláturtaugarnar. Ég er farin að skilja svo marga brandara núna sem ég hef í gegnum tíðina hlegið kurteisislega að. Ég var bara ekki að ná því hvers vegna "eigum við að ræða það eitthvað...?!" var svona HRIIIIKALEGA fyndið. Verð að hrósa Helgu sem nær "Sæææll" betur en margur annar. Eigum við að ræða það eitthvað...?!

Gunnþór (múttubror) og Silla voru svo í helgarferð í Helsinki og bauð ég þeim í mat á sunnudaginn. Ég ákvað svo að slá tvær flugur í einni, gerðist djörf og bauð Óla og Maríu líka. Óli átti meira að segja afmæli svo það var nú tilefni til að eitra fyrir honum með eldamennsku minni! Ojæja..! Við VÍ kíktum í sund á sunnudagsmorgun (eyddum reyndar lunganum af þeirri sundlaugarferð í sauna að ósk þeirrar stuttu). Þegar heim var komið var  ég ekki lengi að átta mig á því að þó ég væri orðin flink á gashellurnar (latte á hverjum degi) kunni ég ekkert á ofninn. Rétturinn (þessi eini sanni) yrði því ekki eldaður. Nú voru góð ráð dýr! Ég myndi ekki fyrir mitt litla elda fisk ofan í listakokkinn sem Silla er, Óli borðar ekki kjöt og þolir ekki hveiti og sykur svo valið stóð milli grænmetisrétta sem hægt væri að elda á hellu. Ég fletti í matreiðslubókum og ákvað að skjótast í búðina. Ég tók þrjá poka fulla af flöskum með, hengdi á kerruna og gekk af stað (alltaf að skila dósunum í endurvinnsluna).

Það var sunnudagur í Helsinki.

Og á sunnudögum er ALLT lokað! Ég leitaði víða en hvergi fann opna matvörubúð í hverfinu en mundi þá að niður í bæ væri ein sem var opin á sunnudögum. Við tókum því metro í bæinn en þar virtust allir helstu íbúar Helsinki samankomnir í sunnudagsinnkaup. Ég smeygði mér því með kerru og dósum í gegnum mannhafið í leit að kjúklingabaunum og kartöflum. Þegar ég svo rölti sveitt eftir þessa heljarför út úr búðinni sá ég hvar hægt var að skila flöskunum. Hefði verið best að byrja á því! Ojæja.. Þegar heim var komið, 2 tímum síðar, lokaði ég matreiðslubókinni og henti grænmeti í pott. Þar sem gestirnir voru komnir í spjallgírinn, kúkableijan í ruslið og ágætur ilmur lagði um húsið fékk ég allt í einu vægt sjokk. Ég bara trúði því ekki upp á sjálfa mig að ekkert væri kjötið fyrir Dunda frænda! Ég sá fyrir mér áhyggjusvipinn á pabba þegar hann kom einhvern tímann að mér standandi yfir pottum (mor var í Finnlandi) og hváði: Hvað ertu að gera?! Eins og ég væri að teikna Óla prik á vegginnTounge Pabbi minn kallar ekki allt mat en kjöt og karteflur gerir flest að fæðu! Mér varð svo um þessa uppgötvun mína að þegar ég var búin að skella pottinum á borðið fattaði ég að ég hefði ekki svo mikið sem smakkað súpuna til að athuga hvort hún væri í lagi!  Súpan var sosum (ág)æt en mér fannst ég sjá Dunda greyið rýna öðru hvoru í skeiðina sennilega að velta því fyrir sér hvað hann væri að leggja sér til munnsJoyful Arna og Tuomas komu svo heim úr brullaupsferðinni færandi hendi með eftirrétti góða. Þetta varð því hið ágætasta kvöld svo ekki verði meira sagt!

 

Þetta minnti mig á það þegar ég gegndi móðurhlutverki fyrir börn í öðrum hluta Finnlands á sínum tíma..en það kvöld var einhvern veginn svona (gömul færsla..)

 24.október 2003

Ég kom heim úr skólanum um hádegid tar sem finnsk málfraedi var ad fara med mig. Hressti mig reyndar vid med tví ad skrifa bréf til Röggu.. Krakkarnir voru mjög hressir enda í haustfríi og fengu ad vera heima. Frúin var líka heima en hafdi verid ad vinna kvöldid ádur svo hún var mjög treytt. Ég var tví allan daginn í "uss krakkar-pakkanum" til ad trufla ekki svefninn. Klukkan 17:30 vaknadi frúin og var mjög takklát fyrir fridinn, 10 mínútum sídar veiktist hún og fór aftur í rúmid. Ég fékk samt verkefnid ad elda ravioli.. sem vaeri svosem allt í lagi nema fyrir tad ad ég hef aldrei eldad tad ádur og einu sinni bordad tad. ..og tad var í Turku og tad var vont! Ég setti mig í eldunarstellingar en krakkarnir voru komnir í "med orm í rassinn-pakkann". Á umbúdunum stód ad madur aetti ad sjóda pastad í 3 og hálfa mínútu og tar sem ég var ad gera tetta í fyrsta skiptid var ég hardákvedin í ad fylgja tví.. tó ég vaeri langt frá tví ad fatta hvad tetta 'og hálfa mínútu' aetti ad týda. Á pakkanum stód líka ad madur aetti ad bera tetta fram med sósu. Ég var í "ég get allt-studi" en missti soldid módinn tví tad var alls ekkert til í tessa sósu nema laktósa- og fitufrí mjólk í ísskápnum.. ekki alveg ad virka. Ég var tví farin ad bölva vatninu ad byrja svona fljótt ad sjóda medan ég fletti hratt í gegnum 'Kokbok för stressade foräldrär' (ekki djók!). Medan ég var ad tví komu krakkarnir inn í eldhús og vildu fá eitthvad ad drekka. Ég gerdi pásu á eldamennskunni (sem var nú ekki upp á marga fiska) opnadi epladjúsfernu og hellti örlitlum dreitli í tvö glös.. tau eru nefnilega mjög dugleg ad hella óvart nidur. Ég fór aftur í 'Stressade foräldrär' í eina mínútu og tegar ég leit vid var epladjúsinn kominn yfir allt eldhúsbordid og gólfid.. Greit! "Ég get allt" vidhorfid var heldur farid ad leggjast á hlidina en ég var enn í "ussinu" svo ég plantadi börnunum í herbergid sitt. Tegar epladjúsinn var ordinn "uppturrkadur" (málhölt, málhölt) sneri ég mér enn í Stressudu foreldrana og var alveg á tví ad ég hlyti ad finna eitthvad tar. Tid vitid hvernig sumir geta gert eitthvad frábaert úr engu.. ég hélt ad tessi bók gaeti kennt mér tad. Ég var ekki sokkin djúpt í bókina tegar ég heyrdi "O-ó" úr barnaherberginu sem fylgdi sídan "Lilja kom hit!" Ég arkadi inn og sá alla kubbana teirra á gólfinu (svona 100.000stk) og tar vel blandad vid allt hitt var brotin skál (í adra 1000 parta). Ég fékk vaegt áfall enda hélt ég fyrst ad tetta hefdi verid Iittala-skál. Ég dró djúpt andann og bara; "jaeja, tú skalt ekki flippa. Komid krakkar mínir, vid skulum kíkja á Timon og Pumba" og tad vard og. Ég turfti tví ad gera enn adra pásu á eldamennskunni og í tetta sinn til ad sortera legókubba frá glerbrotum og ryksuga. Ég fór svo enn aftur í eldamennskuna en stressudu foreldrarnir gátu enga björg veitt. Ég tók upp á tví ad steikja graenmeti á pönnu og raviolid sídan med. Ég flaskadi samt eitthvad á tímanum, gerdist djörf og lét tad sjóda í 4 og hálfa mínútu. Krakkarnir komu nidur og bordudu allt! Tetta var tá bara aett eftir allt saman, ég hélt mig í graenmetinu enda ekki búin ad gleyma Turku. Ég var ordin nokkud treytt en krakkarnir voru í banastudi og aerslafull eftir tví. Ég fór tví med tau í rúmid kl 19:30 og tau róudust heldur vid tad. Kl 20 fékk ég frí og fór til Örnu.

 

Nútíð: Alltaf friður í fangi Örnu!! Það var ótrúlega gaman að eiga síðustu daga með Viktoríu og fá að passa hana á meðan foreldrarnir snorkluðu, fóru í útreiðatúr á fílsbaki og annað skemmtilegt í Taílandi. Hún er náttúrulega eðalkrútt stelpan og frábær félagsskapur. Uppáhaldsorðið mitt þessa stundina er "dúddamía" en ég missti það út úr mér þegar einhver dós datt á gólfið meðan við vorum að borða um daginn. Viktoría át þetta orð upp eftir mér hvað eftir annað og tók svo svakalegt hláturskast að ég hef aldrei vitað annað einsW00t Nú vona ég bara að það líði ekki langur tími þar til við hittumst á ný.

 

Elska þig sysInLove


Bjartsýnis"pistill"

Kreppan er ekkert hraedileg vegna tess ad...

1. Enginn dó, vid eigum lífid! (Hér átti ad vera mynd af okkur 8 fraeknu á flugvellinum í Nairobi eftir ad hafa lent í "minor technical" problem). Enn tann dag í dag finnst mér ekkert "minor" vid tad ad hreyfill leki olíu, stoppi í x túsund metra haed og flugvél fyllist megnum, illa lyktandi reyk á örfáum sekúndum. Minor...tad var tá tad! Lifum fyrir daginn í dag, partíinu gaeti lokid skyndilega. Enginn veit sína aevi fyrr en öll er og allt tad..tad er heilmikid til í tví! Takk fyrir tad!

 

2. Vid eigum fjölskylduna okkar og vini en tad skal aldrei vanmeta! Ég veit ekki med  ykkur en ég á tad nú til ad verda dáldid meyr (t.d. í brúdkaupum, skírnum, yfir vaemni af ýmsu tagi o.fl. o.fl.Tounge). Ég verd til daemis alltaf soldid..tja! meyr(!) tegar ég er ad fljúga aftur heim eftir ad hafa verid í einhvern tíma í burtu. Ég hugsa alltaf um tad á tessum stundum hversu ótrúlega heppin ég er. Tegar ég hugsa til fjölskyldunnar, vinanna og allra forréttindanna sem ég hef notid í tessu lífi fyllist ég svo miklu takklaeti ad tad má takka fyrir ad ég snýti mér ekki í ermina á sessunautnum sem er yfirleitt bláókunnug manneskja! Tad er ótrúlega gott ad hugsa til tess hve lánsöm vid erum og eins og Helga komst einu sinni svo vel ad ordi: Er hver sinnar gaefu smidur? Hvada forréttinda njótum vid strax í faedingu vid tad eitt ad faedast á Íslandi en ekki t.d. í fátaekrahverfi í Nairobi??

Einmitt, paeldu adeins í tví!

Annars er tessi takkláta tilfinning farin ad láta baera á sér í hverju flugi en ég held ad tad séu bara eftirköst fyrrnefnds "minor" atviks. Madur aetti kannski bara ad vera ánaegdur med tadJoyful Tack!

 

3. Heilsan. Vid hreyfum okkur tegar okkur langar til og getum tad. Ótrúlega margir, allt í kringum okkur, strída vid heilsubresti af ýmsu tagi sem eru heftandi á ótal vegu. "Bara" tad ad faedast heilbrigdur og okkur eru allir vegir faerir! Vid turfum ekki ad berjast fyrir annars sjálfsögdum réttindum tví samfélagid virdist ganga út frá tví ad allir hafi sömu faerni og tví hallar á hlut teirra sem tóku teirri áskorun í faedingu ad turfa ad berjast í lífinu, t.d. vegna fötlunar og teirra sem maettu slíkum áskorunum sídar. Madur aetti í raun ekki ad hafa ord á tví ad "nenna ekki raektina" tví margir myndu gladir fara ef teir gaetu. Tökum ekki heilsunni sem sjálfsögdum hlut tví hún er tad ekki og vekjum athygli á málefnum fatladraWoundering Kiitos!

 

4. Stundum er bara gott ad hlutirnir gangi ekki smurt fyrir sig. Ef allir dagar vaeru frábaerir og vid eins og blóm í eggi -ALLTAF, kynnum vid ekki lengur ad meta tad. Stundum tarf madur bara ad hafa tad skítt til ad meta tad góda. Einföld en gód speki. Tví aetti madur kannski bara ad orda tetta svona: Thank God shit really does happen! Asante! 

 

5. Taekifaerin. Af öllum teim forréttindum sem vid njótum (stiklad yfir örfá hér ad ofan) og sem fleygja okkur bókstaflega áfram, eru taekifaeri í öllum adstaedum. Tad eina sem vid turfum ad gera er ad finna tau. Sala á bandaríska fánanum rauk upp eftir 11. september og seglabordar á bíla sem básúnudu studning vid herinn tja..teir voru nánast á hverjum bíl. Tegar bankarnir voru ad hrynja voru tegar einhverjir farnir ad selja boli med snidugum áletrunum. Hvad langar tig ad gera? Danke schön!

 

6. Sídast en ekki síst (verd ad klára kafla í ritgerdinni minni ádur en ég fer ad sofa svo tetta verdur ekki mikid lengra). Vandamál gefa okkur faeri á ad ferdast soldid inn á vid og velta tví virkilega fyrir okkur hvad skiptir máli. Tegar madur leitar tangad er tad yfirleitt ekki flatskjár eda Bimmi sem kemur upp í hugann..eda er tad?! Spasiba!

Ad lokum! 

Peningar eru bara pappír og hafa tá merkingu sem vid leggjum í tessa tréafurd. Ef tesskonar pappír skiptir okkur meira máli en fraendi hans, klósettpappírinn, er kominn tími til ad endurskoda forgangsrödina. Gerum ekki upp á milli fjölskyldu Pappírs-Pésa, allar afurdir skógarins eiga ad vera vinir, rétt eins og dýrin. Leyfum líka öllum skógarafurdunum ad vera jafn mikils metnir vinir okkar!

 

Bless í bili!

 


Ert þetta þú Ólafur..?

Ég er mikið búin að velta því fyrir mér hvað ég geti mögulega bloggað um í öllu þessu krepputali. Ég var komin á það að skrifa óþolandi bjartsýnistexta (og hef reyndar alveg fullt í slíka ræðu) en svo hugsa ég að það séu bara ekki allir tilbúnir í svoleiðis pistil eins og er. Þess vegna ætla ég bara að benda ykkur á uppáhalds youtube myndböndin mín sem þið getið kíkt á þegar ykkur vantar uppörvun, )

1. Gudjon the singer -Ég hef nefnt Guðjón áður. Þetta er litli frændi hennar Helgu sem er víst snillingur fram í fingurgóma. Aftur og aftur hefur hann komið mér til hlæja. Hápunkturinn hér er "bikar minn er AAAARMAFULLUR.....!"Reyndar er þetta myndband hápunkturinn á Youtube fyrir mér.

2. Ken Lee -Kona sem reyndi fyrir sér í Idol í Búlgaríu. Hún tekur lagið Ken Lee b.þ.s. Without you. Ég fékk pínu sammara að vera hlæja að henni blessaðri en hún kom svo fram í Idolinu og tók lagið við mikinn fögnuð viðstaddra. Hún varð fræg (má þó geta þess að enskan hafði eitthvað verið fínpússuð fyrir performansinn í sjónvarpsal) og nýtur mikilla vinsælda á youtube sem og í heimalandi sínu.

3. Benny Lava -Buffalaxed. Þetta er Bollywood tónlistarmyndband sem einhver snillingurinn hefur legið yfir og skrifað texta við á ensku. Þ.e.a.s. það sem honum finnst þau segja á ensku þó vitanlega séu þau ekki að syngja á enskunni. Þarna kemur fram á sjónarsviðið afskaplega fallegur maður með rétt múv og góðan fatasmekk.

4. Blood -Krakki reynir að segja föður sínum að litli bróðir hans sé með bágt. Það er frekar fyndið að heyra krakkann segja blood og færa sig svo yfir í NOT funny þegar pabbinn er að missa sig. Þessi má svo fylgja eftir með Blood remix.

5. Serious baby -Flest barnavideo eru bara krúttleg. Það er bara svoleiðis!

 

Þetta eru svo að segja einu videoin sem ég horfi á þegar ég fer á youtube..þannig að allar uppástungur að nýjum eru vel þegnar.

Titillinn hér að ofan er bara komin af því að þið mættuð vera duglegri að kommenta eða skrifa í gestabókinaJoyful Það hefði sem dæmi verið efni í frábært komment við Abba færsluna um daginn ef Helga hefði deilt með viðstöddum þegar hún lenti í svipaðri aðstöðu heima hjá sér og hélt vöku fyrir fjölskyldunni með því að syngja eitt merkilegasta lag ALLRA tíma..hmm Helga!

 

Ég fer út á morgun að passa Viktoríu á meðan foreldrarni spóka sig um á Tælandi í brullaupsferð. Ég kem aftur heim 20. Þannig að þið bara sendið mér línu þar sem síminn verður lítið notaður...reyndar er hann að hóta mér þessa dagana svo kannski á hann bara ekkert langt eftir.

Annars mæli ég með bókinn Gæfuspor eftir Gunnar Hersvein -mjög góð lesningHalo  Og ef þið hefðuð viljað bjartsýnispistil þá bara látiði mig vita og ég skal henda í einn slíkan frá HelsinkiW00t 

 

Moi moi!


Af hestagleraugum

Þessi saga er náttúrulega ekki eins fyndin og þegar Þóra segir ýktu útgáfuna sína af henni..en jæja! "Mörg" ykkar hafa e.t.v. heyrt hana. 

Þannig var að ég var á Lansanum þegar inn kom maður sem mettaði mjög illa. Þetta var hress eldri maður og greinilega ekki vanur að vera lasinn enda fylgdi honum einhver ósköp af fólki sem er ekki vaninn í bráðageiranum. Karlinn var svo uppveðraður yfir öllum þessum gestum að hann reif af sér súrefnismaskann hvað eftir annað til að tjatta við liðið. Þegar minn tók af sér maskann duttu tölurnar niður og mónitorarnir öskruðu. Ég fór því til karlsins og útskýrði fyrir honum af hverju tækin voru að pípa og hvers vegna hann yrði hreinlega að vera þægur og hafa á sér maskann. Karlinn hlustaði og horfði sposkur á mig en spurði svo hvort ég væri mikið í hestunum. Þarna kenndi ég einhver ósköp í brjóst um karlinn og hélt að hann væri farinn að rugla vegna lágra mettunargilda. Hann teldi sig sjálfsagt þekkja mig úr einhverri hestaferðinni. Ég fór þá út í heilmikið einhliða spjall þar sem ég sagði honum frá einlægum áhuga mínum á hestum og þeirri staðreynd að ég færi á bak þegar ég gæti -sem væri ALLTOF sjaldan. Auk þess sem ég ætti hnakk þó engann ætti ég hestinn..Ég átti alveg efni í meira babl þegar karlinn stoppaði mig og sagði:

 

Nei ég segi nú bara svona því ég sé að þú ert með skeifur á gleraugunum þínum..!

 

Þarna sá ég að karlinn var alveg með fulla fimm þar sem brosti stríðnislega með augunum auk þessa hefðbundna sem ég endurgall honum með gleði í hjarta enda góður "djókur". Því var þó ekki svo farið með miðaldra mann, sjálfsagt sonur, sem sat hjá og hlustaði á umræðurnar. Sá fór alveg í flækju og reyndi að redda þessari "hræðilegu" athugasemd með því að hiksta: Nei er þetta ekki hérna...öö Gucci?!

 

Í gær vitjaði ég eldri hjóna í Heimahlynningunni en frúin átti ekki til orð yfir því hvað það voru fallegar skeifur á gleraugunum mínum. Þá greip hjúkrunarfræðingurinn sem ég var með (frábær stelpa) orðið á lofti: Nei, er þetta ekki 'Channel'? Ég gat náttúrulega ekki á mér setið og sagði söguna af hestagleraugunum við góðar undirtektir.

 

En það er víst bara 1-N í hestagleraugunum..það veit mágur minn, Halli!


Eru vörur eitthvað verri ef þær eru útrunnar?!

Ekkert svakalega fyndið blogg..en hefði verið efni í góða sögu.

 

Um daginn áttum við Álfheiður Kristín stelpustund. Ég sýndi henni video frá Kenya, við sungum ABBA-lög, hittum Helgu, Þóru og Jóa á Serrano og enduðum svo hjá afa. Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími og eini tíminn sem við höfum átt svona tvær síðan hún var ca 6 mánaða held ég. Jæja..ég var búin að vera taka til hjá mér og fann fullt af blokkum sem ég ætlaði að gefa henni (enda fjöldaframleiðir hún listaverk), blómapúða og eitthvað smádót. Svo var ég nú að hlaupa út á æfingu í gær þegar ég rek augun í lyklakippu sem átti að fara með í Ólafsgeislann en hafði gleymst. Þetta er svona mini-bakpoki sem ég fékk í Lux ‘94 þegar ég fór þangað í sumarbúðir. Ég tók upp kippuna og hálf bölvaði mér að hafa gleymt henni. Þar sem ég handfjatla hana finn ég að það er eitthvað í henni. Nú man ég ekki hvenær ég notaði hana síðast en forvitnin ætlaði með mig. Ég renndi frá og tók upp strætómiða fyrir 12-15 ára og tvö plaststykki sem reyndust vera smokkar.....sem runnu út 2004! Hversu fyndið hefði það verið ef Álfheiður hefði labbað með þetta til mömmu sinnar eða pabba og spurt: Hvað er þetta sem var í dótinu sem Lilja gaf mér?!

 

Ég hefði nú borgað eitthvað fyrir að sjá svipinn sem hefði komið upp þá. EN þetta gerðist ekki í alvörunni..rétt slapp. En ég hefði haft gaman að umræðunni sem hefði skapast í kjölfarið eða vandræðaganginum sem þessi saklausa spurning hefði sennilega ollið á heimilinu. Vantar einhverjum smokka? Sennilega ekki mjög traustir..kjörnir í ,,slys”Shocking

 

En að öðru! Nú er maður alltaf að reyna að bæta sig og hugsa hvað maður getur gert betur..og auðvita er alltaf af nógu að taka. Dettur ykkur eitthvað í hug, Lísa, Þóra eða Ása? Dáldið sorglegt að vita hvaða 3 lesa bloggið manns! Ég fer nú að hætta þessuJoyful


Ok...fine!

Ég vaknaði eldhress í gærmorgun að verða 7....langdregið?! Ég átti ekki að mæta í fyrirlestur fyrr en 9:45 og var því bara hress á kantinum. Ég sendi Selló Stínu ábendingar um skemmtileg You tube video og horfði á Serious baby og Benny Lava í leiðinni. Ég var því búin að fá ágætt hláturskast og klukkan rétt að smella í 8.

Nú á ég bara eitt millistykki og þarf því að velja hvort ég hafi lampann minn í sambandi eða græjurnar. Þennan morgun var lampinn í notkun svo græjurnar voru ekki notaðar. Dreg ég því fram ipod-inn góða.. Komin í þetta fína skap sem einkenndi mig þennan morgun var ég fljótlega farin að dilla rassinum í takt við tónlistina meðan ég gerði heiðarlega tilraun til að setja upp grímuna (það er ekki hlaupið að því að klína á sig maskara meðan maður dansar við Give it 2 me). Þegar Mamma mia! var farið að óma í eyrum mínum er skemmst frá því að segja að mín var komin í BANAstuð. Maskarinn var kominn á sinn stað svo hreyfingarnar urðu miklu -MIKLU frjálslegri. Ég smellti mér í stígvél spígsporaði inn í stofu og fram og til baka milli þess sem ég brýndi röstina og tók nú hressilega undir:

 

LAY ALL YOUR LOVE ON MEEEEE......!

 

..og nú er ég ekkert sérstaklega lagviss ung stúlka! Þar sem ég dilli mér og tek saman skóladótið syngjandi (-talandi um að vera fjölhæf og gera margt í einu) hrekk ég svona líka svakalega í kút því það stendur einhver í gættinni hjá mér. Var það þá faðir minn sem hafði skotist heim með bílinn (ég stóð í þeirri trú að ég væri ein heima -vitanlega!). Pabbi stóð kengboginn í gættinni og kom ekki upp orði fyrir hlátri. Ég hef aldrei séð föður minn jafn frá sér af hlátri og akkúrat þarna. Þegar kauðinn fékk málið aftur (og ég fékk þetta í skorpum því hann sprakk aftur og aftur...) sagðist hann hafa kallað og kallað á mig (ég heyrði ekkert) og staðið svo heillengi í stiganum í kasti án þess að ég yrði hans vör.

 

Þarna varð ég nokkuð lúpuleg en þakka Guði fyrir að þetta var "bara" pabbi en ekki einhver annar. Þá hefði nú þurft eitthvað annað orð yfir að roðna heldur en að roðna!

 

Annars minnir þetta atvik soldið á frænda hennar Helgu sem tók sjálfan sig upp á video ca 11 ára gamall. Sjáið hann á You tube: Gudjon the singer -Þessi gaur er víst snillingur fram í fingurgóma og kemur mér reglulega til að hlæja. Hann kom þó Helgu og mér í hann krappann þegar við kíktum í kvöldmessu í Laugarnesið um daginn og kórinn tók Drottinn er minn hirðir.

Þá var erfitt að halda í sér.


Ertu að bíða..

eftir bloggi?

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband