Þetta var skrifað á mánudaginn en kemur inn núna..
Ég var soldið niðursokkin í bókina A long way down (e. Nick Hornby, mæli með henni!) þegar ég hoppaði upp í Metro á leið minni til að hitta stelpurnar á Hovedbane. Þeir sem þekkja sig í Köben vita að Metro fer ekki þangað..ojæja, góð byrjun!
Ég hitti stelpurnar (Þórey og Kötu sem voru að klára sitt verknám í öldrunarhjúkrun) á Kongens Nytorv í staðinn og þaðan tókum við leigubíl heim til mín á Tuborgvejen. Ég bý í yndislegu múrsteinshúsi sem mér er sagt að sé sennilega meira en 100 ára gamalt. Herbergið mitt er í risinu og það er dáldið skemmtileg lofthæð í herberginu. Þar sem ég er ekki dvergvaxin og sennilega aðeins yfir meðalhæð er ég eiginlega búin að vera bogin og bugtuð þvers og kruss milli þess sem ég rek hausinn í vegginn þegar ég misreikna mig. Mér finnst þetta samt svo hrikalega krúttað eitthvað að þetta böggar mig ekkert. Ég tók mig líka til og endurskipulagði herbergið svo ég get núna gengið um upprétt, svona að mestu. Það eru tveir gluggar í loftinu sem ég get skriðið út um, ef kviknar í og þar eru engar gardínur sem geta flækst fyrir mér þegar ég flý eldinn (fyrirgefðu pabbi, veit að ég á ekki að grínast með eld). Gardínulaust herbergi er algjör snilld því það birtir svo snemma að mér finnst ekkert mál að hoppa fram úr á morgnana. Ég stíg úr rekkju og horfi út í skóg og yfir á psykiatrisk skadestue sem er hérna hinu megin. Og til að henda rómantískum blæ yfir vistaverur mínar er húsið í lokuðu umhverfi. Mér líður soldið eins og á heimavist fyrir einhverjum tugum ára, þar sem hliðunum er lokað kl 20! Ég hef nú verið að koma aðeins eftir það heim á kvöldin og líður dáldið eins og glæpamanni þegar ég vippa töskunni minni yfir grindverkið, fleygi mér í malbikið og mjaka mér undir. Það er eins gott að maður bæti ekki á sig hérna úti, þá mun ég klárlega festast milli steins og sleggju..bókstaflega,) Annars held ég að einhver skemmti sér konunglega yfir aðförunum þar sem myndbandseftirlit er um allt svæðið!
En ég bý ekki ein í múrsteinshúsinu, onei! Með mér á efri hæðinni er Michelle, frábær stelpa frá Noregi. Hún er ótrúlega hress og skemmtileg og minnir á íslensk sveitafólk að því leyti að það er ekki til neitt sem heitir vandamál. Hún er 26 ára og í dag kom kærastinn hennar sem verður hérna í mánuð. Hann er Þjóðverji, lærir list í Dusseldorf og er nokkuð yngri..þori ekki að skjóta á aldurinn.
Á neðri hæðinni, inn af stofunni búa tvær gyðjur frá Grikklandi. Ég átti dáldið erfitt með nöfnin þeirra til að byrja með og vísa því í þær sem Monopoly og Melónu. Monopoly er eins og karakter úr My Big Fat Greek wedding. Hárið, línurnar og gestrisnin alveg x10! Melóna er dáldið hlédrægari en er að koma úr skelinni. Hún er ekki alveg eins ýkt týpa en jafn harðdugleg og Monopoly. Á laugardaginn heldu þær matarboð fyrir 10 manns (íslendingar meðtaldir). Það var örugglega 7 réttað, alls konar forréttir og ég veit ekki hvað og hvað! Geggjað. Ég hef ekki hugmynd um hvað þær eru gamlar en Monopoly bíður pípari heima og Melóna á líka mann sem ég hef aðeins séð hliðarmyndina af þar sem hún er með stærðarinnar veggfóður af þeim hjúunum í innilegum stellingum á tölvunni sinni(!) Eitthvað sem mér fannst skjóta dáldið skökku við hlédrægu týpuna sem ég taldi hana vera. Píparinn og hinn gríski gaurinn koma hingað yfir páskana með 20kg af mat (á mann) sem frúrnar hafa pantað. Þær elda eins og vindurinn og byrja aldrei á neinu án þess að ganga fyrst á línuna og bjóða öllum með sér. Þetta er líka ekki neinar samlokur í grilli hjá þeim, þær byrja um 7 að elda og borða milli 21 og 22..þegar ég er að fara sofa, ) ..og svo reykja þær engan Marlboro, nei þær rúlla sjálfar! Hef ekki séð tóbak í poka síðan afi reykti pípu!
Þá eru sænskar stelpur fluttar inn í herbergið inn af eldhúsinu niðri. Rebecka er mjög flippuð týpa, klæðir sig samkvæmt tískunni 1940 með gleraugu sem ég hefði getað svarið fyrir að væru af ömmu hennar. En svo er einhver krúttfílingur í henni þegar hún dregur upp veskið sitt eða símann en hún er með stærðarinnar tuskudýr hangandi úr hvoru tveggja. Johanne er líka mjög fín og minnir á álf, svona smábeinótt sem hún er og alltaf brosandi (á reyndar við Rebecka líka). Ég hef hangið soldið með þeim hérna og líst mjög vel á þær. Ég átti reyndar mjög bágt með að trúa Michelle þegar hún sagði að Rebecka væri 31 og Johanne 27..ég trúi reyndar aldri Johanne en að Rebekka sé 31 er eitthvað alveg út í hött, hélt að hún væri jafngömul mér eða yngri! Kannski þýðir þetta bara að ég sé að eldast. Oftast finnst mér fólk mér yngra vera jafngamalt mér en fólk ári eldra eða meira vera MIKLU eldra..ekki lengur!
I dag har jeg en studiedag..så nu skal jeg lære noget..! Makalaust hvað ég er að ná góðum tökum á dönskunni, )
Mæli með laginu Clonie með Nellie McKay -skondinn texti og jolly lag.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 22.2.2008 | 08:44 | Facebook
Athugasemdir
væri ekki ógisslega fyndið að skipa öllum að kommenta pá dansk:) og hrista upp í gömlu dönsku kunnáttunni ég skal byrja :
Det var rolig skriv Lilja og har det bra í dag. Halsningar fra mitt arbetsplats, jag sidder her i alla dag og skriv mitt slutprojekt. Det er bara tre veckor í skil
Arna Lisbet (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 10:16
Hej Arna!
Din svenska är jätte bra Jag har det samma problem her i Danmark!
Men ju, nu skal vi skrive kommenter på dansk..!
Liljan (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 11:03
voi voi Lilja olisko ehka sit suomea parempi kun ma en osaa tanskan kieli
eller bara skandivaniskt pa min disk hahaha
Arna Lísbet (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 12:47
Ég ætla ekki að taka þátt í dönskuna að þessu sinni;) Mikið svakalega er gott að heyra frá þér:) Þín er sko sárt saknað á klakanum. Lítið sem ekkert að frétta héðan nema bara snjór og rigning til skiptis. Alveg merkilega að Íslendingar hafa aldrei neitt að segja í fréttum nema að verðurfréttir fylgi með. Hafðu það súper gott og nú fylgist ég blogginu þínu daglega svo það er eins gott að standa sig.
Þóra Björt (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 13:01
Sæl min kæra.. I dag er det söndag og pa sondag snakke vi kun dansk... eða ekki.. :) Mikið er gott að heyra frá þér kella - síðan komin í favorites og nú bíð ég spennt á refresh takkanum eftir nýju innskoti.
Héðan er ekki mikið að frétta, næturvaktir alla helgina svo ég veit varla hvað ég heiti eða hvaðan ég kem.. og hvað þá hvert ég er að fara.. Það er eitt sem ég veit þó og það er.. AÐ ÉG ER SVO FEGIN AÐ REGINA OG FRIÐRIK Í EUROBANDINU TÓKU ÞETTA Í GÆR.. hefði ekki lagt í að horfa á drengina bera á ofan, massaða í rusl og tanaða í drasl og syngja lag sem minnir einna helst á skógarsöng dverganna (hóhóhó.. )..
Jæja kella mín, vona að þú hafðir það áfram gott og njótir lífsins.. þú manst samt að hafa augun hjá þér og láta mig vita ef þú sérð einhvern fallegan danskan pilt með skeggrót og á reiðhjóli.. :)
Kram og knús
Helgan
Helga the feinter (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 17:09
Mig vantar svo netfangið þitt elsku Lillý mín (get ekki munað þessa HÍ þvælu) og kannski nýja símanúmerið:)
Love
Þóra Björt
P.S. Hvað er málið með þessa samlagningu í ruslpóstvörninni. Ég þarf barasta að leggja heilann í bleyti;)
Þóra (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:31
Sælar systur!
lth7@hi.is og síminn er 26464851...man ekki hvað kemur á undan en ég hugsa að Feinterinn geti aðstoðað þig við það
En jú Helga, hér er nóg að fallegum dökkhærðum (dáldið mikið metró) gaurum með skeggrót á hjólum. Ég skrapp út með stelpunum um helgina og þar lentum við á stað þar sem allir karlmenn voru vel yfir meðal hæð Grikkirnir voru í öngum sínum yfir hæðinni..!
En Þóra, summan er að gera sig tror jeg..er det ikke sandt?!
Liljan (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.