Pisse fuld þýðir ekki undir neinum kringumstæðum, pakksödd!

Ég veit ekki nafnið á flugunni sem ég fékk í hausinn um daginn þegar ég, í einhverju brjálæðislegu bjartsýnis kasti lýsti yfir einlægri ósk minni um að frá og með næsta mánudegi skyldu allir finna það í hjarta sínu að tala við mig á dönsku! Í dag var mánudagurinn, um daginn var 3. dagurinn minn í praktík á lokaðri, danskri geðdeild. Ojæja..! Í gær var ég í hálft í hvoru farin að vona að allir hefðu gleymt þessu eða að mig hefði hreinlega dreymt það að ég hefði borið óskina upp..en nei! Og það sem meira er, það tóku þetta allir svakalega bókstaflega.  Hingað til hef ég skilið svona 70% af því sem sagt er og yfirleitt svona nokkurn veginn náð samhenginu til klukkan 11:30. Þegar klukkan er hálf tólf og ég rétt hálfnuð með vaktina (byrja 7) er eins og það slokkni á einhverjum meðtakara og ég gæti allt eins verið í Hollandi. Það tekur alveg fáránlega á að einbeita sér við að skilja eitthvað allan daginn! Svo kem ég heim, hlusta á norsku, sænsku, grísku og öll þessi mál enskuskotin milli þess sem ég tjái mig á skandinavískuskotinni ensku. Ekki skrýtið að maður sofni fyrir allar aldir (já hlæðu bara Helga..!) Verkefnið mitt í dag var að kynnast betur sjúklingi sem ég hef fylgt nokkurn veginn eftir síðan hann kom á deildina. Þegar hann kom var hann í maníu og því erfitt að mynda nokkur tengsl við hann. Nú er verið að keyra lyfin upp hjá honum (auka þéttnina) sem virkar svona svakalega að maðurinn sofnar við minnsta tilefni. Þegar ég settist hjá honum í dag, dauðstressuð yfir að þurfa að halda uppi samræðum á dönsku steinsofnaði blessaður sjúklingurinn. Ég sat því hjá honum í þögn milli þess sem ég peppaði sjálfa mig upp í tilraunir til að vekja hann. Hur går det i dag? ..eða var það hvordan? Er du jåtte..ah nej hvad hedder det..meget tröt nu?! Herregud..  Í lok dagsins var svo afráðið að ég skyldi skrifa rapport, á dönsku nota bene (bannað að skrifa á ensku hér) svo ég settist milli tveggja starfsmanna sem voru boðnir og búnir að hjálpa mér við þetta. Það er skemmst frá því að segja að ég hef aldrei á ævinni verið jafn lengi að skrifa eitt stk framvindunótu og aldrei á ævinni verið jafn stolt af framvindunótu sem þessari. Þetta var nánast tuggið ofan í mig en hún hljóðaði eitthvað á þessa leið:

 Pt. har været oppe fra morgenstunden og deltager i dagens program % fysisk træning. Opholder sig i fælles miljøe. Tit faldet i søvn men er også vågen og har kontakt med medpt (→samtaler m. andra er præget af megalomen forestillinger samt sprangende tænkegang) Deltager i begge måltider, spiser og drikker suff. Ud i haven og ryge x flere. Sygerplejerplan 1. 

Eftir þessi skrif talaði sjúkraliðinn (sem átti örlítinn þátt í þessum skrifum hér að ofan) mikið um mikilvægi þess að skilja vinnuna eftir þegar ég færi heim og hafði alls konar gullkorn í farteskinu sem voru vel þegin og skilin en ég gat því miður ekki svarað henni á sama máta og svaraði því stutt og skorinort; Ja! Præcis! Det er rigtigt! Ja, det tror jeg også..) en þar með var ég uppiskroppa með svör (svo ég byrjaði aftur; Ja! Præcis! Det er rigtigt! Ja, det tror jeg også..). Þegar ég fór svo inn að klæða mig lokuðumst við einhvern veginn saman inn í litlu herbergi og hún hélt áfram löngu máli um vinnuna og var svo einlæg við það að ég fór eiginlega bara hjá mér. Svakalega vont að geta ekki svarað sama máli. Hún talar enga ensku og þó ég skilji hana nokkurn veginn get ég varla gert mig skiljanlega svo ég brosti bara og jánkaði!

 

Hvers á maður að gjalda fyrir eigin kjánaprik! Ég verð samt að trúa því að þetta sér leiðin til að læra málið. Ég tek Emily mér til fyrirmyndar í þessum efnum, sem eftir að hafa verið hjá okkur í viku bað okkur um að tala við sig íslensku frá og með 15. nóvember 2002 (hún var búin að vera hjá okkur í 2 vikur þegar við skiptum um tungumál!) ..og hún var lang best í málinu þegar hún fór. Ég held að það sé einsdæmi með skiptinema frá Bandaríkjunum sem flestir njóta enskukunnáttu heimamanna, að þeir geti yfir höfuð myndað einfaldar setningar á íslensku þegar þeir fara heim. Emily talar enn frábæra íslenskuJ

 

En að mikilvægustu frétt dagsins. Þorgeir Markússon er orðinn 10 ára. Fyrir 10 árum skaust hann bókstaflega í heiminn, aðfaranótt öskudags. Á eftir honum fylgdu 5 önnur yndisleg barnabörn sem lífið væri ósköp snautt án. Ég held að flestir taki undir það með mér, sem hafa upplifað það, að þegar systkini manns fara að eignast börn koma einstaklingar sem maður gæti ekki elskað meira þó maður ætti þau sjálfur. Ég er afskaplega stolt af flokknum mínum og nýt góðs af að eiga þau. Svo er lengi von á einumHalo

Til hamingju með afmælið Þorgeir, ég ætla að koma þér á óvart þegar ég kem heim með brjálæðislega skemmtilegri gjöf..sem er ekki hægt að pakka inn...Hmm! Vona að þú sért ánægður með hjólið, farðu varlega á því og vel með þaðJ

 

Lag dagsins mun vera Can’t Get it Right Today með Joe Purdy.

 

Over og ud..?!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voi voi Arna kulta! Minulle ei puhua suomea..mutta anteeksi jalkani on kipsissa! Men det ved du godt!

Liljan (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 19:29

2 identicon

Maður lærir mest af mistökunum.. det er rigtigt Það er einhvern veginn þannig að þegar maður segir eitthvað rosalega óheppilegt þá man maður svo vel að segja það ekki aftur. Ég var einu sinni að tala um einhverja gamla konu og sagði að hún væri "en rigtig sød kælling". Ég fann að það voru allir mjög skrítnir en það sagði enginn neitt. Svo komst ég að því stuttu seinna að kælling er bara virkilega dónlegt orð á dönsku og ekki hægt að nota það eins og í "elsku kellingin mín". Síðan er þetta öfugt með "tusser" (stelpur) mér finnst það hljóma eins og dónalegt íslenskt orð og var mjög hissa á dónaskapnum þegar ég var kölluð þetta en það er í rauninni mjög sætt á dönsku. Ég fæ mig samt aldrei til að tala um "tusser" og segi frekar bara "piger".. það hljómar bara svo miklu betur

Erna (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:11

3 identicon

og vá hvað mér finnst þessir broskallar skemmtilegir í kommentakerfinu!

Erna (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:17

4 identicon

Já Erna, vá hvað ég er sammála þér!

...ég man samt eftir þessu með kerlinguna, hún Kristín Jóhannesar tók það alveg fyrir hjá okkur einhvern tímann í Ölduseli! Samt lenti ég í þvílíku klandri um daginn því ég ætlaði að segja kælling en datt ekkert annað í hug svo ég sagði bara kone..sem einhvern veginn passaði ekki við viðmælandann!

Ojæja..ertu búin að kíkja á Emmu blogg? Fannst það svo mikið þú eitthvað! Mjög svöl flicka!

Liljan (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:29

5 identicon

piger og tusser hahaha hurdan er det med danske kommenter her pa siden ??? ja smile karlene er rigtigt soo sode

Lilja har du kigt til bageren i kongsenvej og kobt en JORDBER kage ?? kommer i håg thora sis i dene 05 hahaha??

Arnie finns (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:50

6 identicon

Nej det har jeg pludselig ikke gjort men jeg tænkede meget om det i går når (!) en af personalen kom med en JOOODDBER KAAAAGE! Óborganlegt..vá hvað ég hefði viljað vera fluga á vegg þegar Þórasys ætlaði að versla á dönsku í konditoríinu! 

Liljan (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 18:50

7 identicon

Það er nú ekkert nýtt á nálinni mín kæra að þú skundir snemma í ból og svífir á vit ævintýranna með honum Óla nokkrum Lokbrá fyrir allar aldir- maður þorir varla fyrir sitt litla líf að að hringja eftir klukkan fimm ef vera skyldi að þú værir bólfari orðinn! HEHE.. segi nú bara svona..

En já þetta með dönskuna - Begga frænka ætlaði einu sinni að fara á Kentökkí í köben og kaupa sér eitthvað smotterí að narta í og ákvað að nota dönskuna því hún var nú jú með 1o á einkunnaspjaldinu í dönsku.. neinei - það fór ekki betur en svo að hún gekk út  með fjölskyldutilboð fyrir fjóra ásamt einhverju meðlæti.. og þar með voru dönskudagar hennar taldir :)

Fékk smsin þín og ætla að ganga í málið skvís..

HAFÐU það gott og vertu dugleg að skrifa! Alltaf gaman að lesa vitleysuna í þér
Luv
Helgan

 

helgan (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:39

8 identicon

Já hehe haltu áfram að vera dugleg að skrifa... eitt blogg á dag kemur skapinu í lag:) ég hef því miður engar dönskusögur að segja og ef ég hefði þær þá væri ég búin að gleyma þeim fyrir löngu:):)

Kveðja

 Þóra aka gulli gullfiskur

Þóra Björt (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 12:58

9 identicon

"En gammel dame" er það víst ef maður ætlar að vera kurteis... en mér finnst það samt ekkert lýsa neinni kellingu ;)

Erna (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 16:30

10 identicon

Lilja þú ert frábær og gaman að leggja svona land undir fót og halda áfram að víkka sjóndeildarhringinn Voða er ég nú montin af þér.

Dårligt og gammel er ekki það sama eða hvað..oh mæ. Langar svo að læra dansk og nú er sunnudagsnámskeiðið á enda og Forbrydelse búið! ÆÆ hvað ég á eftir að sakna þeirra! (Gat talað þvílíkt fína dönsku öll sunnudagskvöld eftir glápið, burtséð frá því að náttúrulega enginn skildi mig það sem af leið kvöldi enn það er allt önnur Ella....)

Verð að koma með eina svona sanna sögu um íslending sem bjó tímabundið í Danmark og fór fyrir konu sína út í búð að kaupa heilhveiti. En þar sem hann fann ekki hveitið þá vatt hann sér að næsta starfsmanni og spurði "Har I soddan noget som helvede"?..haha!

Þóra sys (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 11:27

11 identicon

Helvede?! Ha ha ha ha ha ha ha!!

..3. sería af Forbrydelsen er að byrja hér ef mér skjátlast ekki. Hægt að kaupa 2. á DVD! Svo kemur örugglega þáttur um Önnu Pihl til Íslands líka, lögguþáttur sem virkar mjög spennandi..

Liljan (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband