Do you eat broccoli..RAW?! Umm yeah, why?

 Þá er það löngu orðið ljóst að ef ég byggi ekki svo vel að fá heita máltíð hjá foreldrum mínum á hverju kvöldi væri mataræði mitt fremur snautt. Ég keypti um daginn spelthafra (þeir áttu ekki venjulega tröllhafra og spelt hljómar alltaf ágætlega í minn maga) til að sjóða mér hafragraut ..svona þegar andinn kæmi yfir mig. Það er skemmst frá því að segja að soðnir spelthafrar eru ekki nándar nærri eins góðir og hefðbundnir tröllhafrar. Ég minnist þess þó að hafa einhvern tímann fengið speltgraut hjá Tuomasi sem var góður..þannig að kannski er ég bara svona svakalega léleg að sjóða hafragraut! Nei, ég veit það ekki. Og þó ég hafi alltaf klárað grautinn hætti ég tilraunum mínum við að sjóða speltið eftir 4 misheppnaðar tilraunir. Það gladdi þó mitt litla hjarta að finna uppáhalds rúsínurnar mínar (Urtekram) í Fötex þegar ég álpaðist þangað eftir fyrsta daginn minn í praktík og dó næstum þegar ég kom á kassann yfir verðlaginu. Fötex er rándýr búð en hefur afskaplega fallega ávexti og grænmeti..og Urtekram rúsínur! Ég kláraði hálft kíló af rúsínum á 6 dögum og tók upp skokk á sama tíma (fara út að hlaupa=fara út að prumpa) Maður á það til að freta af of miklu rúsínuáti..eða eigum við að segja að hömlulaust rúsínuát geti valdið nokkrum vindgangi. Hljómar kannski penna. Ég fann þennan fína "hring" sem ég hleyp núna annað slagið en svo er rúsínunum fyrir að þakka. Það var eins gott að ég hafði þessa fínu þakglugga því það var gjörsamlega ólíft inn í litla herberginu mínu þegar rúsínuátið fór að segja til sín..!

En já, nóg að prumpi. Ég ætlaði ekki að ræða gas í blogginu í dag heldur yfirnáttúrulega hæfileika mína í eldhúsinu. Spelthafragrauturinn var semsagt ekki að gera sig svo ég tók upp á því að borða hafrana í djúpum disk með mjólk og rúsínum. Sem var svosum allt í lagi og alveg ætt. En þegar ég var að borða þennan ágæta rétt 4 daginn í röð var húsfélögum mínum orðið nóg um. Ég hélt að við Michelle værum svipaðar í eldamennskunni því hún hefur svosum ekki verið að töfra neitt fram í eldhúsinu nema samlokur en tók sig svo til og fór að elda kjúkling (sem ég get t.d. ekki því ég er dauðhrædd um að allt kjöt (þessi tvö skipti sem ég hef reynt að elda kjöt) sé hrátt) og kann sig greinilega í eldhúsinu. Um matreiðsluhæfileika grísku stelpnanna þarf ekki að hafa fleiri orð og sænsku flickorna eru sko engir eftirbátar. Ég held að ég verði að fara að gera eitthvað í þessu. Ég er farin að fá heldur móðurleg augnaráð (eins og ég sé ekki að breyta alveg rétt með vali mínu á "mat") og boð um að borða með þeim sem ég afþakka pent, með fullan munn af mjólkurblautu spelthöfrunum sem ætla aldrei að klárast. Er að spá í að elda grænmetisréttinn minn fyrir þær. Hann hefur ekki klikkað hingað til og er það eina sem ég elda yfir höfuð (fyrir utan hafragraut sem ég hélt að ég gæti þangað til ég kom hingað..). Svo kann ég líka að gera dýrindis skyrköku (en hér höfum við ekki skyr) og Oreo kakan mín er algjört dúndur (en hér vantar hráefni..) svo ekki get ég "bakað" fyrir þær. En það er alveg ljóst að ég verð að gera eitthvað til að vekja hjá þeim trú um að ég sé ekki alveg vonlaus í køkkenet..ég á nú mín móment!

Rauðrófupottrétturinn til dæmis..nei annars sleppum því! 

Lag dagsins: Nausea með Beck

Færslan á morgun verður algjört dúndur..W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oreokakan þín slær allt út biddu pabba ad fara í Bónus og senda þér the ingrediens svo þú getur nú sýnt þeim hæfileika þín í kökugerðinni :)

 Vil fá að panta nokkrar á eftirréttabordið 4. Júlí

arnalis (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 20:09

2 identicon

hahahahah... minntu mig á að bjóða þér aldrei neitt með rúsínum í framar:)... sé þakgluggaherbergið fyrir mér í REYK OG MEKKI...!!! allaveg líst mér svakalega vel á að þú gerir frægu óreokökuna þína... hún er snilld. Arna svo er spurning um að þú fáir Sveinbjörn til að gera nokkrar fyrir 4. júlí... í fermingunni hennar Rebekku bjó hann til 100 kökur... án djóks:)... snilldar góðar!!

Hildur Ýr (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:19

3 identicon

já og nú skil ég þessa brjáluðu hlaupaáráttu:)... borða mágkonan og bróðirinn líka mikið af rúsínum??

Hildur ýr (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:20

4 identicon

Jú, Markús og Gurrý eru med fasta áskrift ad rúsínum og odrum orku- (fret) gefandi efnum..Nei djók, ég held ad tau séu svona týpur sem fara leynt med tad og myndu kannski ekki skrifa blogg um prump. En ég er ekki med troskadri húmor en tad ad mér finnst tad fyndid..

Liljan (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 19:36

5 identicon

Lilja Þórunn Þorgeirsdóttir!!! Þú verður að borða eitthvað annað er bara linsoðna spelt hafra í mjólkursulli og ofurfretvaldandi rúsínur góða mín.. !! LOFAÐU ÞVÍ.. Það verður nú að vera eitthvað eftir af þér þegar þú kemur heim aftur.. 

 Gaman samt að heyra frá þér - þurfti samt að taka mér pásu áðan því að ég var farin að finna svo mikla ímyndaða prumpulykt! Vona að þú hafir það frábært skan og njótir lífsins.. Héðan er allt gott að frétta - allir hressir og kátir þrátt fyrir endalausan snjó ..

Hringi í þig bráðlega..

Luv

Helgan

Helgan (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband