Eftir frekar misheppnaða ferð á bókasafnið í gærmorgun, þar sem ætlunin var að safna heimildum ákvað ég að losa mig við allar áhyggjur með ferð í bæinn. Ég kom við á pósthúsinu og rölti svo sem leið lá niður Købmagergade. Ég og ipodinn minn erum alveg svona X þessa dagana en lagið The Hop' (með Radio Citizen, uppáhaldslag) ómaði í eyrum mér þar sem ég spígsporaði léttfætt í átt að Srikinu. Ég hafði ekki labbað lengi þegar ég tók eftir því hve margir virtust glaðir í skapi þennan dag. Fullt af fólki sem brosti til mín og nikkaði í áttina til mín. Ég tók þessu bara vel og brosti á móti. Með hverju skrefi fannst mér þetta þó orðið frekar áberandi og var farin að setja puttana í andlitið á mér í leit að einhverju sem útskýrði öll þessi bros. Ég fann ekkert. Kannski betra að nota tvær hendur. Þar sem ég þuklaði á mér andlitið, renndi tungunni yfir tennurnar í leit að einhverju og orðin dáldið vænisjúk, breikkuðu brosin. Hvað var í gangi? Þá var bankað í öxlina á mér. Ég sneri mér við og mætti ábúðarfullu augnaráði dansks lögreglumanns. Öööööö..! Ég staldraði ekki lengi við í augnaráði löggunnar því augu mín hvörfluðu á ótal svartar þústir fyrir aftan hann. FJÖRTÍU OG ÁTTA MENN Í FULLUM SKRÚÐA AÐ SPILA Á BLÁSTURHLJÓÐFÆRI. Þarna var komin hirðhljómsveit dönsku krúnunnar. Fremstur gekk eldri maður með silfraðan staf (göngustjórinn) og á eftir hljóðfæraleikunum komu 32 menn, í sama skrúða, með byssur en lestina ráku 2 lögreglumenn á hestbaki.
Ég blokkaði semsagt gangveg skrúðgöngunnar.
Úbbs..sorrí! Ég hef aldrei á ævinni, svona eftir að ég skakklappaðist eldrauð í framan úr vegi fyrir þeim, farið á jafn mikinn bömmer yfir að vera án myndavélar. Þvílíkt og annað eins klúður! En smá lýsing á fatnaði þó mynd hefði sagt meira en þúsund orð: Þeir voru í svörtum lakkskóm, bláum buxum með hvítum borða niður hliðarnar. Svartir jakkar náðu niður á mið læri en á honum hékk fegurðardrottningaborði' yfir aðra öxlina auk einhvers barmaskrauts. Til að kóróna múnderinguna voru þeir með svartar "heisátu" húfur á höfðinu sem náðu lengst upp í loft. Svona eins og tindátarnir sem túristar kaupa, nema þeir eru klæddir í rautt.
Vildi að þið hefðuð séð þetta. Þetta var svona svipað móment og í hjólaferðinni í sumar (niður Passá til Vínar) þegar við vorum að taka leigubíl á lestarstöðina og bílstjórinn fór að tala um að hann hefði aldrei hitt Íslendinga áður. Ég var orðin eitthvað þreytt á þessari umræðu, sneri mér að honum og sagði blítt, en þó með smá brodd í röddinni: That's a bit odd isn't it? Given that there are plenty of people from Iceland that live in GERMANY! Bílstjórann setti hljóðan en svo sagði hann: But we're in Austria.
Athugasemdir
Ég geri Oreokøkuna med glødu gedi fyrir brullaupid titt sys
Liljan (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 19:51
Hehe bara snilld:D hefði sko viljað vera vitni af þessu.... nenniru kannski að setja uppskriftina af oreokökunni inn á netið. Amma á afmæli um helgina og mín þarf að baka... það væri gaman að koma með eitthvað sem kerlan hefði ekki smakkað:)
miss you
Þóra
Þóra Björt (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 10:23
oooo Lilja heimurinn væri sko fátæklegri án þín Þú hefðir átt að segja ég er drollan af íslandi æ hvað þið eruð sætir að spila fyrir mig..
Já Svenni bakari má alveg baka líka gerir alltaf svo æðislega púðusykursbombur .. eigum við að hafa svona eftirrétta hlaðborð.. mamma ætlar allavega að gera aðal brúðarkökuna
Einhvern tímann sagði Valdi kennari að ab mjók hjálpaði mikið til við að halda loftinu í skefjum en ég man ekki hvernig hann ordadi það.. gerlarnir borðaði eitthvað úrgangs eitthhvað í prumpinum sem veldur ótiðari prumpum... allavega hefur alveg svínvirkað á mig :)
En hættum núna þessu prump æði tali
Jyrki vinnuvélaginn minn koma heim í gær frá Thailandi með 10 metra af silkki í kjólinn minn.
.... og Lordi er á Íslandi í tessum töluðum orðum
Arna (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 10:57
Vááááááááá hvað ég vildi að ég hefði séð þetta.. Þú ert náttúrulega bara snillingur.. þú hefðir nú átt að segjast vera prinsessan frá akarabúrku og heimta heiðurslag... og kræst hvað mig langar alltaf að laða fram bros hjá þessum konunglegu hermannamönnum..
Heyrðu kella, athugaðu hvort að peningurinn sé kominn inn núna.. ákvað að bíða fram að mánaðarmótum ef hann skyldi láta sjá sig þá.. ef hann er ekki kominn mailaðu þá endilega á mig og ég skal ganga í málið
Miss jú,
Helgan
helgan (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 18:38
Helga sagði mér frá síðunni þinni.....sé að þú ert að slá í gegn þarna úti
Fylgist spennt með næsta "múvi" hjá þér
Kveðja
Ása
Ásgerður hjúkkusistah (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.