Undiralda vonar

janúar

Eftir prófið í gær hitti ég Þóru og Helgu á Garðinum og hló einhver ósköp þegar ég misheyrði orðið mailfélagi sem meyfélagi. ...Löööng saga! En það er frekar stuttur þráðurinn í manni  í prófunum, segi ekki annað. Ég verð samt að viðurkenna að ég var nokkuð fúl yfir því að spurning um undiröldu vonar skyldi ekki skila sér á prófblaðið. Ekki að ég botnaði eitthvað í þessu hugtaki nema að þrír meginþættir þessarar ágætu vonar væru áhætta, tálsýn og hreyfing. Hvað segir það okkur?! ...einmitt!

 

En að öðru..

 

Hjúskaparstaða er eitthvað sem fólk pælir mismikið í. Það er svona svipuð spurning og pör fá eftir ákveðinn tíma um barneignir sem einhleypir fá um stöðuna. Saklaus komment einhleypra í vinahópi getur velt af stað stóru flóði og leyst áður óþekktar vísnagáfur úr læðingi. Þó fullorðnir eigi það til að vera forvitnir eru þeir samt aldrei jafn hreinskilnir og yngri kynslóðin. Sem leiðir mig að gullkornunum en í gær áttu pabbi og Hjalli afmæli...

Ég sótti afa í súpu, Þóra, Markús, Helena og fylgdarlið kíktu líka við. Ég rölti inn í sólstofu að hitta grísina og fékk þetta fína knús frá Kára og Álfheiði Kristínu. Álfheiður leit upp til mín, setti hendurnar á magann á mér og spurði: Hvenær verður maginn á þér stærri Lilja? Þetta kom svo flatt upp á mig (enda einmitt að prísa mig sæla með að danska brauðbumban sé á undanhaldiWink ) að ég var ekki farin að svara þegar kellan bætti um betur og sagði: Kannski verða þau TVÖ! Ég horfði á kerlinguna “mína” sem er orðin 4 ára og velti því fyrir mér hvort ég ætti eitthvað að ræða þetta nánar við hana með tilheyrandi fræðslu en ákvað að láta foreldra hennar alfarið um það. Flíkin sem ég var í fór hins vegar aftast í fataskápinn undir flokkinn “TÍSKUSLYS”Police Ef orðið 'megrun' væri til í minni orðabók hefði ég sennilega velt því fyrir mér á þessari stundu.

Eftir súpuna skruppum við svo til Hjalla og ég deildi þessari sögu með frænkum mínum. Þá sagði Þóra systir mér frá skemmtilegu samtali sem átti sér stað í bílnum á leiðinni til Hjalla:

 

Þorri: Lilja er hætt að horfa á sjónvarpið.

Þóra: Nú?

Þorri: Það vill hana örugglega ENGINN. Hún horfir ekki á sjónvarp og borðar ekki nammi.

 

Sem eru mjög eftirsóttir kostir í fari einhleypra stúlkna...! Nammi og sjónvarpsglápGrin

 

Bara 2 próf eftir..gleði, gleði, ást og friðurHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílikt og annað eins snilldarblogg :)

 já Lilja þetta er auvitað bara alveg agalegt en held að Álfheiður sé forsjál og það eiga eftir að fæðast tvíburar í fjölskylduna einhverntímann á öldinni :)

arnie (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 11:07

2 identicon

Já...frábært að endurvekja þetta blogg!! Yess..nú er bara spurningin þegar þar að kemur hvor ykkar kemur með þá undann..haha...ég er alla vega búin!

Smá í viðbót tengt gærkvöldinu..

Álfheiður var alveg ofandottin yfir naglalakkinu hennar Gurrýar í gær og var mikið að spá í þetta nýuppgötvaða tískuundur. Þessa dagana er nefninlega allt bleikt og glimmer voða flott og gloss er nauðsynlegt fyrir hvert afmæli. Halli fór svo heim með skrílinn heim, til að koma þeim í bólið á meðan Þorri og ég heilsuðum upp á Hjalla..en í öllu upplifelsinu hennar Álfheiðar Kristínar með Gurrý og naglalakkið þá eru þau eitthvað að knúsa pabba sinn fyrir svefnin og Álfh. segir pabbi ég elska þig...Kári spyr hana þá ...en mömmu? Elskaru ekki hana??? Jú en ég vildi að hún  væri LJÓSHÆRÐ!

(omg....kannski ég fái mér bara naglalakk..ha?)

Þóra sys (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 12:12

3 identicon

Ha ha ha..! Algjör snilld!

Ég er svo þvílíkt að reyna að koma mér í gegnum nokkra fyrirlestra til að geta verðlaunað mig með því að fara út að hlaupa á eftir..bara 3 to go!

Mikið er ég orðin þreyttá þessu öllu saman.Heldur vild’ ég hlaupa sveittOg hlæja, það er gaman. En hvað varðar naglalakkið og ljósa hárið held ég að það þurfi meira til að flikka upp á útganginn á mér. Ekkert glimmer, ekkert gull, ekkert bleikt og ekkert smart..: Svo er mér alveg sammó,tískuslys í smíðum.Klæðist bara gammógömlum bol og víðum!

Álfh Kr myndi ekki gefa mikið út á prófútlit frænku sinnar núna hugsa ég. Verst að ég á ekkert naglalakk

 ..og þið þurfið að horfa eitthvað annað en á mig í þessu óléttutali. Ég er alsæl með það hvað það eru margir óléttir akkúrat núna!

Liljan (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 12:30

4 Smámynd: Liljan

Þetta kom ekki nógu vel út..vísurnar bara í belg og biðu Virkar semsagt ekki vel að klippa og líma úr word yfir..!

Mikið er ég orðin þreytt

á þessu öllu saman.

Heldur vild' ég hlaupa sveitt,

og hlæja. Það er gaman!

Hvað varðar tískuslysið mig í prófum:

 Svo er mér alveg sammó

tískuslys í smíðum.

Klæðist bara gammó

gömlum bol og víðum.

Liljan, 7.5.2008 kl. 12:36

5 identicon

Varið ykkur.... hérna er ein frétt sem var að koma í hús

Rosa frétt

Markús (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 14:15

6 identicon

hey, fann hérna Lilja fyrir okkur svolítið í stjórnunarglósunum .... eitthvað sem við þurfum að hafa bak við eyrað!!

Dæmi um öryggisgæðavísa við makaval:
-Vilji til að vaxa sem persóna
- Sýnir tilfinningar
- Sýnir heiðarleika og sannsögli
- Hefur sjálfsvirðingu
- Virðir sjónarmið annarra
- Hefur ríka ábyrgðartilfinningu
- Kann að taka mótlæti.....

.. já þá höfum við það..


Gaman að þú sér farin að blogga aftur.. :)

 Þinn meyfélagi.. hahahahahahah
Helgan

Helgan (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:30

7 identicon

Nú er þér ekkert að vanbúnaði Helga mín ..skil samt ekkert í þér að skila þessu kommenti ekki inn á sonnettuformi. Væri áskorun ..hmmm?!

Góð frétt Markús

Liljan (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:48

8 identicon

hey fáum við hin ekki að vita þessa frétt?? Ekkert mál lilja, hjíer jú gó..

Hann sjálfsvirðingu hafa skal
og mótlæti kunna að taka 
Tilfinningar skilja og ástarmal
en líkjast ei köldum klaka

Aðra skal hann virða - það er nú svo
og ekki skal hann ljúga
Ábyrgðarsamur á hann þvottana að þvo
og ávallt skal hann þér TRÚA

En hvar er sá maður veit ég ei
sem uppfyllir allt hið sanna
Ef maður finndi slíkt  ljúflingsþrumufley
teldist hann til guða, ekki manna.



best að halda áfram að lesa stjórnunarsystemið.. maður er ekkert að klepra.. neinei

Helgan (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 16:45

9 identicon

Sjáið þið hin núna hvað ég á við?!

Helga þú ert æði ...klárlega það flottasta hingað til!

Liljan (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 17:02

10 identicon

Ég var nú bara að tala um stórfjölskylduna einvhern tímann á öldinni  engar áhyggjur elskurrnar.

skemmtilegar ljóðastemmari hérna á síðunni :)

Arnie finns (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 18:20

11 identicon

Já Helga beib..ég er alveg sammála Lilja...Hún rokkar feitt !! Ég er ekki að toppa þetta með hringhendu..Nei!

Þóra sys (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 22:12

12 identicon

Hringhendu? Nei þú segir ekki svona, nú er ég að deyja úr forvitni!

Komdu með eina hringhendu Þóra!

Liljan (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband