Smámál

Ég smellti mér í gönguna: Göngum gegn slysum í gær. Það var gengið frá Hringbraut upp í Fossvog ..og það var rölt hægt! Gangan er frábært framtak hjúkrunarfræðinga á spítalanum til að vekja fólk til umhugsunar um ábyrgðina sem fylgir því að setjast undir stýri en í ár var fókusinn settur á unga ökumenn. Gangan minnti mig helst á það þegar maður gengur úr kirkju á eftir kistu og hvað þau skref eru manni oft erfið. Maður getur bara ímyndað sér hversu þung þessi skref hljóta að vera þegar menn kveðja ástvini sem hafa kvatt snögglega (sem eftir bílslys) og hvað sú sorg er nístandi. Þetta varð svo enn áhrifameira þegar maður rölti á eftir fólki merkt rannsóknarnefnd bílslysa, uppdressuðum útfarastjórum, lögreglumönnum og  heilbrigðisstarfsfólki.

 

Þetta snertir nefnilega svo marga.

 

*Hugs*

 

Próf númer 2 var í dag og ég tók netta dansveiflu heima í eldhúsi og söng hástöfum með Heimilistónum í tilraun til að losna við stressið í  morgun. Það var hvorki falleg sjón né notaleg fyrir önnur skynfæri...!

En nú ætla ég að henda mér í sturtu áður en ég fer niður í bæ -í strætó! Í þessu veðri hefur SVR ýmsa augljósa kosti fram yfir Prinsinn sem míglekur!

Já og frábærar fréttir, mér sýnist allt benda til þess að ég geti tekið sálgæsluna hjá honum Sigfinni næsta haustHalo Er ótrúlega spennt yfir því, )

 

..Þóra ég bíð eftir hringhendu! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ef ég bara vissi hvað hringhenda væri. Hélt að ég hefði slegið í gegn með þessum tveimur snilldar hálfrímuðu (eða eitthvað) kvæðum mínum og væri búin með kvótann. Ætla samt ekki að blasta þeim hér af ýmsum ástæðum;)

Áfram með smjörið svo stelpa......þú veist hvað ég meina

Þóra Björt (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 00:56

2 identicon

Ég held þú vitir nú meira um það en ég mín kær! ..onei sumum vísum er best varið í innhólf símans

En takk fyrir í gær, óttalega kósí að skreppa svona og gangi þér vel að læra í dag skvís..massar þetta!

Liljan (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband