Svo mikið yndi hann Davíð..

  ...klipparinn minn. Ég kíkti til hans á föstudaginn og gleymdi mér alveg í kjaftatörn. Þar hitti ég líka nema sem skellti skoli í hárið á mér og vá hvað hún var fær í smáspjalli. Ég er alveg glötuð í því að halda uppi samræðum við fólk sem ég þekki ekki og enda alltaf á því að kommenta á veðrið. Ekki þessi! Hún bara spurði og spurði og á tímabili var mér farið að líða eins og keppendum Gettu betur í hraðaspurningum. Þetta byrjaði rólega..

Á að gera eitthvað um helgina?

Ég: Það er próf eftir helgi, svo ég hugsa ég reyni að lesa eitthvað.

..svo kom bara runan!

Eitt eftir..

HÍ!

Hjúkrun!

3. ár!

Fjögur!

Pass..

Svo var hún svo svakalega iðin í hrósinu. Og ég er nú öll fyrir það að maður eigi að hrósa fólki og láta það vita ef það er að gera vel. Bæði líður manni vel og maður veit sjálfur að það er stundum gott að fá hrós þó maður viti ekki alltaf hvernig maður eigi að taka því. Þessi unga stúlka var bara..skulum segja að það var fátt sem hún var ekki ánægð með..nema kannski rótina sem var orðin vel sýnileg..Joyful Gaman að þessu!

Í morgun ákvað ég svo að kíkja í messu í Seljakirkju. Mér finnst það eitthvað svo lögleg afsökun til að taka sér hlé frá bókum, fyrir utan hvað það er nú gott fyrir sálartetrið. Mér fannst eitthvað hráslagalegt úti og fór því í gammósíur undir gallabuxurnar sem ég geri t.d. aldrei á veturna enda löngu sannað að ég kann ekki að klæða mig eftir veðri.. Þegar ég hljóp inn á síðustu stundu mætti ég Valgeiri í fullum skrúða. Ég heilsaði Valgeiri og tók í hönd hans sem leiddi af sér komment um kulda handa minna (mér er reyndar alltaf kalt á höndunum..er bara þannig). Nú hef ég OFT fengið komment um það að ég sé handköld og vara t.d. alltaf sjúklingana mína við áður en ég æði upp um það með frosna fingur, fyrir utan ótalmörg komment frá afa. -En afi hlýjar mér alltaf svo það er bara gott. ALLAVEGA!

 

Ég var óvenju snögg í svari við Valgeir blessaðan og sagði: Já en ég er nú samt í gammósíum! 

 

Hvers vegna ég ákvað að deila því með honum að ég væri í gammósíum er mér hulin ráðgáta. Reyndar alveg týpískt svona "orðheppin ég" -móment. Ég má kannski þakka fyrir það að hafa ekki talað um önnur klæði sem standa mér nær við sérann!

If only there was something in your head to control the things you say...!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo dugleg við messurnar? Ég ætla að reyna að koma í kvöld í messu dagsins númer 2 þá hjá sumum. Var þetta ekki annars falleg messa í morgun;););););)?

Og gammósíur eru klárlega töff

Þóra Björt (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 16:16

2 Smámynd: Liljan

Jú þetta var fín messa. Á leiðinni út átti ég skemmtilegt spjall við lítinn strák, ca 7 ára sem sat aleinn. Ég var alveg á því að guttinn hefði ætlað sér í sunnudagsskólann en hann leiðrétti það snarlega og sagðist alveg hafa vitað að það væri "venjuleg messa" ..hann hafði bara ákveðið að koma því það væri Hvítasunna. Algjört krútt!

Ég hugsa orðið alltof mikið um það sem ég ætti kannski ekki að byrja að pæla í fyrr en eftir prófin.. BS-ritgerðina mína

..og já, gammó er bara svöl flík!

Liljan, 11.5.2008 kl. 16:38

3 identicon

Haha, þú hefur skilið grey Valgeir eftir í lausu lofti... sagðirðu honum ekkert hvernig gammosíurnar voru á litinn??

Elín Birna (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 05:16

4 identicon

Hey já, tékkaðu á stólnum á þessari forsíðu, væri geðveikur í íbúðina þína ;)

http://nymag.com/bestofny/services/ 

Elín Birna (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 05:35

5 identicon

Nei ef ég hefði sagt honum það hefði ég örugglega opnað einhverjar víðari gáttir...!

En já, æðislegur stóll. Færi líka vel við sófann minn því ég er nú ekki á leiðinni að losa mig við hann. Jafnvel þó langar setur taki á afturendann ..og verði til þess að sumir gestir leggjist heldur á gólfið þegar þeir koma í heimsókn!

Hmm..ætli sé flókið mál að panta sér svona stól?! Ég er algjör virgin í því að panta svona á netinu Virkaði ekki hvetjandi á mig þegar Lella pantaði sér brúðarkjól á netinu og fékk eitthvað einbrjósta skrímsli með álímdri blúndu ..en ég keypti mér samt forrit um daginn sem heitir iArtwork -ótrúlega svalt í itunes -svo mér er kannski viðbjargandi!  

iartwork.net tjakkaðu á því!

Hvenær ætlaru svo að heimsækja mig skvís!? Eru það Hornstrandir í sumar? Ágúst?

Liljan (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 14:03

6 identicon

Já ég er til í Hornstrandir í ágúst!! Þurfum við ekki að fara í skipulagða ferð?

Elín Birna (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband