Google you!

Kæru vinir og fjölskylda sem droppið hérna inn! Þið eigið sannarlega allt það besta skilið og þar sem það læðist að mér lúmskur grunur um að einhverjir hefðu sennilega viljað fá einn frídag í viðbót og sitja þess vegna þungir á brún fyrir framan maskínuna... Tja! Þessi færsla er sérstaklega ætluð þér!

Í ljósi umræðna síðustu daga hef ég ákveðið að láta allt flakka. Sumir geta ekki hætt að lofsama tæknina en aðrir hallast að því að á tímum sé fljótlegra að senda flöskuskeyti en tölvupóst. Ég er reyndar farin að hallast að því líka en það er annað mál. En tæknin, og þá sérstaklega netið, eru orðin allsvakaleg uppspretta upplýsinga -mis viðkvæmra. Þannig hafa sumir laumupúkast í mörg ár vitandi af einhverju dökku leyndarmáli sem leynist á víðavangi og óskað þess af öllu hjarta að enginn hnjóti um það. Sú ósk kastar ekki frá sér miklu ljósi heldur lítilli týru. Ég tel sjálfa mig t.d. liggja sérstaklega vel undir höggi þar sem ég er eina manneskjan í þjóðskrá sem heiti Lilja Þórunn í þessari röð. Og já, það skiptir máli..hvers vegna?

 

Jú vegna þess.. Segjum sem svo að ég skreppi í Krónuna, sem ég geri alltaf annað slagið, til að kaupa epli fyrir afa. Þar sem ég teygi mig eftir epli rekst ég í alveg fáránlega heitan gaur sem er á höttunum eftir sama ávexti. Þetta skapar örlítið vandræðalegt augnablik sem er slúttað í hlátri. Kannski gengur bara allt svakalega vel og ef hann er heppinn fer hann heim með nafnið mitt og símanúmer (fyrir utan matvörurnar). Ef þessi gaur er tölvuvæddur að einhverju leyti er ekki ólíklegt að hann ræsi tölvuna þegar hann kemur heim og "gúggli" mig. Þar með væri þessu ævintýri, sem hófst svo eftirminnilega í ávaxtaborði Krónunnar, lokið því hvað myndi kauðinn rekast á annað en þetta:

http://www.olduselsskoli.is/tolvur/namsefniogvefir/Nemendur98_9/liljathorunn.html

 

Já hlæðu bara! Ég hef ákveðið að koma út úr skápnum með þetta. Nú getum við öll hlegið og gleymt þessu svoLoL Eins og þið sjáið glögglega var síðan langt frá því að vera tilbúin.. Ég var rétt búin að minnast á Þórusys og Markús en ekki komin að Örnu. Eins er Sibba hans Grétars ranglega nefnd Sigurlaug (hvað var það!?) og hvergi er minnst á móðurfjölskylduna. Móðurfjölskyldan er reyndar ívið stærri svo sennilega ætlaði ég að klára léttari hlutann fyrst og demba mér svo út í frekari ættfræði sem hefði sennilega gert síðuna öllu áhugaverðari (..eða ekki!)

Já svona gerist þegar maður fær tölvupóst undir heitinu Google you! frá vinum sem nenna ekki að vinna og leika sér á google í staðinn. Takk Þóra mín, þetta var fallega gertLoL ..og þó ég hafi fengið nett sjokk í fyrstu (enda "vel falið" leyndarmál) þá fannst mér þetta líka alveg óborganlegt.

 

Síðasta prófið að skella á..ég verð í heita pottinum í Laugardalnum kl 18:00 13.maí. Sé ég þig þar?!Cool

 

Launungar Liljan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var lítið:)

Þóra Björt (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 09:55

2 identicon

Það er nú ekki auðvelt að googla nafnið Helga Gumm en það tókst;) Hér er ein sem hægt er að hafa gaman af með stórstjörnunni Helgu Gúmm http://nemendur.khi.is/hegudmun/ahugamal.htm myndin neðst er bara töff. ´Það er samt fátt sem slær þína út Lilja mín..... er hotmailið engillinn_minn@hotmail.com ennþá virkt????? Nei annars bara grín þetta er bara sætt.

Þóra Björt aftur (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:02

3 identicon

o lilja bara made my day ég man alveg eftir tér svona aetladir aldrei ad vilja fá maskara frá mér.. svo sjálfstaed alltaf . go lilja go haltu áfram ad skemmta okkur

arnie (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:44

4 identicon

Verði þér að góðu sys Ég man eftir því að ég fór sérstaka ferð niður í Mjódd til að taka "pæjulegri" mynd af mér en ég átti heima (hefði kannski átt að þiggja maskara hjá þér ) Þetta átti náttúrulega að vera svo hriiiiikalega töff síða! Annars á Þóra Björt nú heiðurinn að þessu en manni veitir víst ekki af smá upplyftingu í prófunum.

..og TAKK Þóra fyrir krækjuna í Helgu. Ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað úr Smáraskóla..en neeeeeeeeei! -Og ég er á hlöðunni. Bara mildi að ég skyldi ekki öskra af hlátri og trufla alla hina. Lét mér nægja niðurbældan hlátur í þetta skipti. Með löngu andvarpi í stað háværs "dæs" í lokin, )

Liljan (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 13:43

5 identicon

Vá hvað þetta bjargaði deginum mínum:) hihihihihhahahhaha.... og myndin er óborganleg... takktakk

Hildur Ýr (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 15:55

6 identicon

lilja ég veit um hvada mynd tú ert ad tala varst í raudumbol :)

arnie (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:08

7 identicon

Hi hi..Verði þér að því Hildur mín

..Hmm Arna! Ert þú ekki að tala um pæjumyndina alræmdu þar sem ég var með gleraugun?! Gott ef þú varst ekki að ota að mér maskara áður en ég fór í þá passamyndatöku Sú mynd fór í vegabréfið mitt og var þar í fjölda ára..! Ég er nú þekkt fyrir annað en að myndast vel, það er alveg víst!

Hvað varðar þetta tölvupóstfang var það mitt fyrsta (í hinum stóra heimi tölvu-vísinda). Ég notaði það reyndar aldrei enda ekki nokkur leið að muna það -@oldusel.zzn.com -Meina: Kommon! Reyndar stofnaði ég mitt eigið tölvupóstfang fljótlega eftir þetta en það var smokers_smell@yahoo.com En ég hætti þó fljótlega að nota það þar sem ég roðnaði og blánaði í hvert skipti sem ég gaf það þekktu reykingafólki. Ég endaði því á lilja_thorunn@hotmail.com eftir að hafa gengið úr skugga um að "hotmail" þýddi ekki neitt dörtí!

 Vá hvað það er frelsandi að blörta svona út vandræðagangi æskunnar. Hvet ykkur eindregið til að prófa það

Liljan (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 20:11

8 identicon

já smokers smell alger brilli..

 Lilja byrjadir snemma á heilsu áródinum og tú mátt nú bara vera stolt af tessu meili tví smokers really do smell haha

 .. og hvad meira gerdiru af tér??

 Tónfraedi sukkar feitt hahahhahahaha

arna sys (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 18:40

9 identicon

Tónfræði, nei takk! ..og ég sem hef alltaf talið mig hafa verið frekar settlegan ungling. Nú er ég farin að hallast að því að ég hafi bara verið nettur nörd Ekki að það sé eitthvað slæmt..

Annars held ég að við séum núna búin að rífa allar beinagrindurnar út úr mínum skáp. Ég verð samt að viðurkenna að ég var búin að steingleyma þessari grein svo kannski er enn von á einum

Liljan (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 10:29

10 identicon

Jæja Lilja Þórunn Þorgeirsdóttir!!! ÞARNA FÓRSTU ALVEG MEÐ ÞAÐ.. ég skal launa þér löðrunginn við tækifæri mín kæra - sá hlær best sem síðast hlær mundu það og geymdu vel í hjarta þínu... hahahahahahahahahaha.. Ég mun finna eitthvað.. einhvern höggstað.. einhverja glufu.. á annars nær fullkomri manneskju! Sjáum hvað setur..

 Verð nú samt að segja að mér finnst þetta nú ekkert hræðileg mynd af þér góða.. þú ert nú bara voðalega lík þér í dag... bara eldri útgáfa í dag.. (enda að nálgast þrítugsaldurinn) - shitt við förum að nálgast fornleifaaldurinn..  það eru 31 dagur í það hjá mér .. dúddamía

Helga (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:32

11 identicon

Detti mér nú allar dauðar lýs úr hári .. Ég biðst forláts .. sá þegar ég var búin að pósta færslunni að það var hún ÞÓRA BJÖRT SVEINSDÓTTIR SÚ EINA OG SANNA sem setti kennólinkinn þarna inn ekki meyfélagi hennar hún Lilja þórunn  - þannig ég segi bara: Þóra, You can run but can't hide ;) Bíddu bara!! Lilja, ég dreg löðrunginn til baka en mér þykir þú þó taka heldur líflega undir þessa dellu .. !! össössössösss

Annars finnst mér að við ættum að ræða við orðabókanefnd Íslands og fá að bæta þessu orði inn - MEYFÉLAGI - í næstu uppfærslu á íslensku orðabokinni sem verður gefin út - og að sjálfsögðu fengið höfundalaun fyrir!

Og svo ætlum við Lilja að gefa út ljóðastökustúfabók við tækifæri sem mun fá það undurfagra nafn: Meyfélaginn, aldraði sérann og undiralda vonar!

Nú er ég búin að opinbera þetta Lilja, nú verðum við bara að skella okkur í þettta!!

En þykir mér nú komið gott
af þessu babbl'og brasi
farinn að finna þreytuvott
í mínu andlega fasi

Svo nú er ráð að hætta hér
að yrkja ljóð og skrifa
þannig upp í rúm ég farin er
og bið ykkur vel að lifa

Hafið það gott og elskið friðinn :)

Kwa heri
Helga

Helga - beacon of hope! (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 23:43

12 identicon

Þú nærð mér ALDREI múhahahahahahahahahhahahahahahahha;)

Þóra Björt (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband