...kom inn í líf mitt einn sumardag í maí árið 2001. Það var nokkur aldursmunur á okkur en þegar ástin er annars vegar er aldur afstæður. Hveitibrauðsdögunum eyddum við í rólegum gangi eftir götum borgarinnar, dóluðum okkur eins og við ættum allan tímann fyrir okkur. Ástin blómstraði og sólin virtist kyssa okkur dag eftir dag.
Það leið ekki langur tími þar til við færðum samband okkar á annað stig og fórum í fyrstu ferðina okkar út fyrir borgarmörkin. Ég kynnti hann fljótlega fyrir fegurðinni norðan heiða og austan sem hann féll fyrir, alveg eins og ég. Hann var sem hugur minn og uppfyllti allar þarfir mínar og þrár. Við vorum sköpuð fyrir hvort annað. Ég trúði því af öllu hjarta að lífið yrði alltaf svona ástríðufullt..enda á ástin til að blinda fólk. Ég væri að ljúga ef ég héldi því fram að aldrei hefðu komið brestir í sambandið. Þegar hversdagsleikinn tók af okkur völdin og vinna og aðrar skuldbindingar fóru að taka annars dýrmætan tíma frá tilhugalífinu fór að bæra á örlitlum pirringi. Skyndilega var prinsinn ekki eins og hugur minn. Kækir sem mér hafði áður þótt krúttlegir og sætir fóru að pikka í mínar fínustu. Ég kenndi álaginu um enn sannfærð um eilífan kraft ástarinnar og reyndi eftir fremsta megni að leiða þá hjá mér. Gekk ekki. Hann skynjaði pirringinn minn og varð sjálfur pirraður á pirringnum á mér.
Það boðar aldrei gott þegar einhver er pirraður út í annan og hann verður pirraður á pirringnum í hinum. Þið vitið hvað ég á við.
Ég gat hvorki hlegið eða fundist það sætt eða fyndið þegar hann í ærslafullum leik fór að ausa yfir mig vatni. Sorrí, ég bara hafði ekki húmor fyrir því. Mér fannst það líka ekki fyndið þegar hann fiktaði í rúðuþurrkunum mínum þannig að þær virkuðu ekki í rigningu. Heldur ekki þegar þær byrjuðu að skúra þegar rigning var hvergi í sjónmáli. Þegar hann lagðist í götuna og þóttist ekki komast lengra en hrökk svo alltaf strax í gang eftir smá hvatningu. Á ég að hvetja þig áfram alltaf alls staðar? Ég er í skóla og vinnu og hef FULLT af öðrum skuldbindingum sem ég tek alvarlega!
Þar sem ég var við það að gefast upp, og ég viðurkenni að ég var farin að líta í kringum mig eftir nýjum prinsi til að uppfylla þetta tómarúm sem ástin mín var farin að skilja eftir sig, ákvað ég að gefa honum einn séns í viðbót. Ein ferð norður til að treysta sambandið, reyna að finna aftur taktinn sem hentaði okkur svo vel. Ég var stressuð fyrir ferðinni enda fannst mér hjartað mitt og heili vega salt sem er ekki góð tilfinning. Við lögðum í hann og hann lét af öllum pirrandi háttum sínum. Hann varð aftur eins og hugur minn og ég endurheimti ástina.
Ég er að segja þér það að ferðin okkar saman, alein í 4 og hálfan tíma (með smá dassi af Madonnu) styrkti sambandið svo um munar. Í dag hef ég bara augu fyrir einum prinsi og það er hann..
Prins Polo árgerð 1997 sem flaug í gegnum skoðun í síðustu viku og færði mig heila á höldnu norður.
Elska þig!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 20.5.2008 | 13:00 | Facebook
Athugasemdir
Ohh hvað hann var nú sætur í sér. Greinilega traustsins verður. En gott að það gekk allt saman vel á leiðinni. Ég var að reyna að ná í þig áðan til að heyra ferðasöguna. Sakna þín annars nú þegar voða mikið.
Þóra Björt (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 15:35
Ég sagði þér það Lilja Þórunn - aldrei skal maður gefast upp á prinsinum - vissi að hann myndi bera þig alla leið elskan sú arna! Gott að heyra í þér, var að reyna að ná í þig í gær til þess að athuga hvort þið prinsinn hefðuð ekki drifið norður og hvernig fyrsti dagurinn hefði verið...
En ekki vinna yfir þig lilja mín, gættu þess vel að næra þig vel og ekki hlaupa þig í hel mín kæra!¨
Hlakka til að sjá þig aftur kella
Kveðja
Helga hjúkkudýr
Helga (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 21:07
Hann lifir enn!! Hallelúja!!
(On með Vestfirðina í ágúst annars, þaggi?! )
Elín Birna (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 23:41
Æ hvað þetta var rómantísk og falleg frásögn, ég lifði mig alveg inni í þetta enda í mjög rómantískum hugleiðingum þessa dagana.
Okkur vantar einmitt brúðarbíl í sumar væri þetta ekki góður kandideit :)
Pabbi hringdi í mig til að segja mér frá ferðalaginu ykkur saman norður. Hann var mjög ánægður hversu vel gekk hjá ykkur í þetta sinn. Sagði samt alltaf vera með opinn augun fyrir þig fyrir nýjum tengdasyni :)
En hvernig fannst ykkur euro í gær. Viva Suomi teras betoni komst í úrslit yess europarty hjá mér á laugardaginn :)
Arnie sys (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:57
OMG vissi alveg right away að hér væri átt við draumadósina!!( sem ótrúlegt nokk hangir enn og ekki orð um það meir)! Við Halli fórum nefninlega í ógurlegar pælingar eftir kveðjumorgunkaffið í Dynskógunum þegar dísin mætti með stírurnar í augunum og flengdi í sig hálfri brauðsneið standandi, kyssti alla og stökk af stað og sagðist þurfa að hitta krakkana í skólanum (ath. sunnuagshádegi) út af einhverju verkefni sem hún ætlaði að vinna í vetur....þegar já t.d.allir eiga síma!!!!
Speglurasjón okkar hjónanna var s.s. á þá leið að ÖRUGGLEGA væri "LOKSINS" einhver í spilinu sem svona mikið lægi á að kveðja og væri meira spennandi að eyða síðustu mínútunum með hérna í höfðurstaðnum áður en lagt væri í hann...skiljanlega!!
En Lilja þvílíkur ofurnörd sem hún er já þá reyndist þetta rétt....typíst að huga að verkefnum fyrir næsta vetur á sunnudögum í maí ! Það er sem sagt eftir ákveðna rannsóknarvinnu ekki kærsti í spilinu, bara prinspóló dósin þarna svarta.
Og alveg í blálokin..Lílja litla sys sem er svo frambærileg í alla staði..Kannski gerist eitthvað þegar þú losar þig við draumadósina já svei mér ekki ef dósin sú arna stendur ekki bara í veginum fyrir einhverju öðru stórkostlegu ævintýri hver veit !!!
Þóra sys (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:04
kannski er einver sætur bóndi norðan heiða.. eða sain olafs firðingur :)
Arnie sys (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 12:22
sætur bóndi og sain ólafsfirðingur.. er það til? annars hef ég alltaf heyrt að brúðkaup séu sérstaklega vel til þess fallin að stunda veiðar. eru ekki ekki örugglega sætir single gaurar sem er ykkur algjörlega óskyldir (eða amk ekki náskyldir ) að koma í brúðkaupið í sumar?
Erna (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 15:44
Liljan er bara svo voða pikký á alla vonbiðlana í borginni að kannski blíva landsbyggða piltarnir maður veit adrei :) haha það er alltaf hægt að bæta við diskum á borðin á Hlöðum fyrir sæta single gaura en annars verður Liljan mjög upptekin að gegna sínu mikilvæga hlutverki veislustjórans og halda uppi stuði í veislunni ekki satt Liljan mín :)
Arnie up,sys (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 19:39
Ég er ekki búin að komast á netið síðan færslan fór inn..en Elín við förum Hornstrandir í ágúst. Hvenær hentar? Ekki seinna vænna að fara plana! Hlakka svo til
En ég skemmti mér vel yfir lestri athugasemda hérna á síðunni. Skemmtileg umræða! Þóra mín, hvað meinaru loksins? Er mín að verða eitthvað despó yfir þessu?! Ha ha ha..en kannski er það rétt hjá þér með prinspólóinn minn. Hann er svo frambærilegur í alla staði að mannlegir menn blikna við samanburðinn. En ég er mjög forvitin að heyra hvað fólst í þessari rannsóknavinnu?!
En ég er nú ekki að leita mér að Saint Ólafs-firðingi enda líður mér best í vinnunni þar sem meðalaldur karlpeningsins er vel yfir áttrætt, )
Og Arna! Ég tek veislustjóra hlutverkið MJÖG alvarlega (þó ég hafi upphaflega haldið að þú værir að djóka þegar þú spurðir..) og var jafnvel farin að pæla í Eurovision þema þar sem ég skipti reglulega um kjóla og talaði tungum í veislunni. Hvernig litist þér á það? Ég get gefið atriðum stig á frönsku/ensku/sænsku/þýsku/dönsku/finnsku/íslensku.. og ef einhver heldur t.d. mjög leiðinlega ræðu (annað eins hefur nú gerst) þá get ég gefið viðkomandi 2 stig (til að sýna lit, væri bömmer að gefa 0 stig í brúðkaupi).
Hvað segiði um það?!
..kommon ég er á næturvakt! Húmorinn er kannski ekki upp á marga fiska akkúrat núna
Þið sem ætlið að vera með skemmtiatriði í brúðkaupi Örnu og Tuomasar bara endilega hafið samband. Það verða generalprufur á Hlöðum 3. júlí kl 18. Mætum stundvíslega.
Liljan (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 02:34
Hæ lufsan mín.. ætlaði bara að segja að sálgæslan er komin inn á ugluna þannig við höfum greinilega verið samþykktar.. Vúhú - nú er bara að sjá hvort að prófin stangist nokkuð á .. sassalaggabimm..
Vertu dugleg að blogga
Hlakka til að sjá þig
Kram og kossar
Helgan
Hjélga hjúkkudýr (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 00:10
Höfum ekki áhyggjur af því nema þurfi! En ég sá þetta um daginn..alveg frábært!
Liljan (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.