Já fínt...

Mér sýnist að hér á eftir muni koma blogg sem mér leiðist sjálfri að lesa en ætlar sér engu að síður á blað.
Arna er að fara gifta sig á föstudaginn. Nú erum við nánar systurnar og góðar vinkonur, reyndar svo nánar að mig grunar að ég sé farin að taka af henni þau álagseinkenni sem verðandi brúður gæti átt við að stríða. Ég var með nettan fiðring í morgun sem ég tengdi bara tilhlökkun og spenningi. Þegar ég settist niður á bókakaffi með tölvuna og latte við höndina tók ég eftir því að ég hafði ekki skrifað nema tvær línur þegar bollinn var tómur. Ég drakk ekki úr bollanum, ég þambaði. Ég hélt áfram að vinna að skipulaginu en fannst eitthvað vanta svo ég keypti mér annan. Sama sagan.. Ég var rétt búin að rita örfá orð þegar búið var úr bollanum. Mér leið samt ágætlega ennþá en þurfti fljótlega á klóið enda hleypur kaffið í gegn. Ég sá fram á lengri tíma á kaffihúsinu og var því ekki á því að pakka saman dótinu fyrir ferð á klóið. Ég leit í kringum mig og á næsta borði sátu góðlátleg eldri hjón. Ég hugsaði með mér að meðan þau sætu þarna myndi enginn ræna dótinu mínu. Ég hljóp því í hinn endann á búðinni og rétt glataði klóinu til gellu sem var aðeins fljótari en ég inn á náðina. Ég gat ekki leynt vonbrigðum mínum en reyndi að láta ekki á neinu bera enda hugsaði ég með mér að hún færi varla að gera meira en að kasta af sér vatni sem tæki ekki langan tíma og gamla fólkið myndi vakta dótið mitt á meðan. Ég stóð því eins og gamall varðhundur fyrir framan klósettdyrnar og beið.. og beið! Mér fannst mínútur silast og hljóp því á kaffið til að ganga úr skugga um að tölvan væri á sínum stað og tók svo strikið aftur á klóið og beið. Tíminn hélt áfram að líða og á mig fóru að rennna tvær grímur. Varla var gellan að kúka? Ég hljóp annan hring til að athuga með vinkonu mína en gamla fólkið sat sem kyrrast svo ég tók strikið aftur á klóið. Hjartað var farið að slá örar og ég varð hrædd um að eitthvað hefði komið fyrir píuna. Ég reyndi því að hlusta pent hvort ég heyrði eitthvað og eftir skamma stund heyrði ég pappír rifinn og mikið af honum. Ég velti því fyrir mér hvort ég þyrfti virkilega svona mikið að fara á klóið (ég hafði farið á Glerártorgi skömmu áður) en sá fram á að ég gæti ekki sleppt því svo ég hélt áfram að bíða. Eftir drykklanga stund kom gellan út og lét á engu bera. Ég var alveg hissa á því hvað henni tókst að vera lengi á klóinu og skilaði sjálf kaffinu á met tíma. Ég hljóp svo á kaffihúsið í þriðja sinn, fegin að tölvan var á sínum stað. Þarna var hjartað samt farið að slá örar. Kaffið? Wedding jitters? Veitiggi.
Ég svaraði símanum sem þagnaði varla milli þess sem ég reyndi að ná í snyrtifræðing því ég ætlaði aldeilis að splæsa á mig fótsnyrtingu (enda með eindæma ljóta hlaupatær) en hún svaraði ekki. Ég sendi tölvupósta, skrifaði texta, fletti tölvupósti, nartaði í epli, hringdi, skoðaði úr á netinu, las aftur yfir texta og þýddi á ensku. Hjartað hélt áfram að berjast. Skrapp svo í bankann og þar var allt fullt. Fann tölvu og borgaði reikninga, fór í Bónus og keypti nammi fyrir Dísu litlu og lagði svo af stað aftur til Ólafsfjarðar. Mér var hætt að lítast á blikuna því púlsinn var upp úr öllu valdi. Ég var eiginlega orðin hrædd á leiðinni, ég keyrði heldur greitt og reyndi að syngja með útvarpinu til að róa mig -árangurinn var enginn. Ég hugsaði um það sem ég ætlaði að segja í brúðkaupinu en væmin og tilfinningasöm sem ég kann að vera fór ég að grenja við tilhugsunina! Ég vældi alla leiðina þegar ég hugsaði um það hversu þakklát ég er að eiga fjölskylduna mína og bjó til skálaræðu í huganum! Ég ákvað því að best væri bara að æfa þetta vel svo ég myndi gera þetta óvælandi í veislunni en allt kom fyrir ekki! Ég grenjaði bara og hjartað hélt áfram að hlaupa. Ég sá samt fyndnina í þessu og þakkaði bara fyrir það að vera ekki sjálf að fara gifta mig, hvernig yrði það? Grískur harmleikur!
Þegar ég kom í bæinn sá ég þetta gengi ekki svona og fór í ræktina að hlaupa til að ná hjartslættinum niður. Ég hljóp 8 km nokkuð rösklega og var kominn í hörkustuð þegar lagið Hot stuff (remix) var farið að óma í eyrunum á mér. Ég var orðin soldið þreytt en fékk þvílíka orkuskotið með laginu. Hausinn fór á fullt og ég tók hressilega undir með Donnu Summer (með tilþrifum og á mute að sjálfsögðu). Dísa og Svanborg, vinkonur úr vinnunni, skemmtu sér konunglega yfir aðförunum og ég var sem endurfædd á eftir, ) Ég skrapp svo til Dísu og við kíktum á videoið úr gæsapartíinu. Dísa er snillingur að klippa og þolinmóð til næsta bæjar. Það bara drýpur ekki af henni..!

Í augnablikinu er ég heima að ganga til brúðarskóna og krossa fingur yfir því að ég passi í blessaðan kjólræfilinn sem ég keypti fyrir stóra daginn... Væri laglegt ef ég næði svo ekki upp rennilásnum..Ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ahhhhhh....F-U-C-K!

Að lokum er gaman að segja frá því að ég á enn eftir að horfa á Næturvaktina og hef því verið meira út úr en ég á að mér að vera (ok er nokkuð utanvelta yfir höfuð..en meira en venjulega þegar kemur að djóki úr Næturvaktinni). Í gær uppgötvaði ég Fínt-remixið. Mjög flott...miklu fyndnara að heyra það í alvörunni en að heyra aðra taka það án undirspils. Fyrirgefið! Ég er semsagt búin að ná "Já fínt, já sæll..." djókinu -Betra er seint en aldrei.

Halló..? Já, BLESSaður! Ólafur heiti ég hérna, umboðsmaður sólarinnar...
Gamall fyrir ykkur, nýr fyrir mér. Góður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er einmitt búin að vera að horfa á fyrstu þættina í næturvaktinni. Við erum náttúrulega pínu eftir á verður að segjast.

Þóra Björt (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 08:42

2 identicon

Bíddu hvernig fór klósettsagan?? Ég beið spennt en aldrei fékk maður að vita hvað stelpan var að gera á klósettinu... Fannstu öreindageisla (sbr.star trek) á klósettinu? Eða sálmabók?

Annars verðurðu að taka smá hugleiðslu í dag Lilja mín, líst ekkert á þetta stress þitt... 

Elín Birna (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 17:00

3 identicon

Gott ef það var ekki geislavirkur lolli (lærði þetta orð á St Olafs) í klóinu þegar hún hafði lokið sér af...! Steikt.

Allt að smella fyrir brullaupið. Gurrý skipað að liggja fyrir svo hún eigi ekki barnið NÚNA, framtönnin datt úr pabba og var límd á fyrir brúðkaupið svo hann er með áður óþekkt frekjuskarð, 1/4 uppvartara lasinn (og allir varamenn út úr bænum eða á sýklalyfjum) ...og margt margt fleira sem gera allan endasprettinn miklu líflegri en ella.

Hallelúja!

Liljan (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 21:50

4 identicon

bwhahahah þú er bara fyndin penni ;) en gott að þú sért búin að ná Sællll húmornum okkar hérna einsog þú segir betra seint en aldrei :)

Una samstarfsfélagi ;) (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 00:43

5 identicon

Nú fer að koma tími á brúðkaupsblogg:) ... sver´ðað... ég er enn södd...!!!

HildurÝr (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband