Óður til afmælisbarns

Í dag við fögnum degi þeim

sem okkur veitir gleði.

Þá fæddist stúlka í þennan heim

Þóra, með glöðu geðiW00t

 

Af slitnum barnsskóm Þóru

ég ekkert veit og lítið.

Tjái mig bara um kisulóru

en það er...ekkert skrítiðTounge

 

Ég hitt' hana er 'ún var sextán ára,

pæja, skvís og handboltafrík.

Fallinn er fjöldi gleðitára,

hún Þóra er engri lík!

 

Í Kvennó tók hún út mikinn þroska,

kyssti einn, kannske tvo froska

en fann þá dreng er Andri er nefndur

sem af himni ofan sendurInLove

 

Svo er úr klaufum átti að sletta

var engum blöðum um það að fletta

að Þóran var bomm,

romm..tomm..tomm..Tomm!

 

Og þegar fram yfir settan dag fór

ætlaði Þóran að brjálast.

Í hörðum hríðum sárt við sór

að nú væri hún alveg að sálastFrown

 

En eftir pústra og heilmikið puð

heilsaði "lítill" drengur.

Honum fylgir heilmikið stuð

og hláturinn varir lengurGrin

 

Drengurinn heitir Jóhannes Berg

einkabarn foreldra sinna.

Nú bíðum við spennt í gríð og erg(!)

eftir fréttum af öðru og minnaHalo

 

Gæfu og gleði ég óska þér

hamingju lífsleið á enda.

Sæta strauma úr Heart mér

ætla ég þér að senda!

 

Ha ha ha ha ha....vona að þú eigir frábæran dag í dag sem og alla aðra daga Þóra.

Til lukku með daginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehe þú ert snillingur. Ég þakka frábæra kveðju. Mér hlýnaði um hjartaræturnar við að lesa þetta og felldi einnig nokkur gleðitár (ég er ekki að grínast). Þú átt klárlega afmæliskveðju ársins.

Hlakka svo til að þú komir heim... ekkert sniðugt að hanga svona í sveitinni heilt sumar.

Þóra Björt (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:56

2 identicon

Verði þér að því heillin!!

Sá þig svo í Mogganum í morgun (blaðið frá því í gær), flott mynd!

Liljan (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband