Ég var að skríða niður af Lágheiðinni þegar prinsinn byrjaði að tuða. Ég lét sem ég heyrði ekki í honum og hækkaði aðeins í útvarpinu. Eftir því sem leið okkar inn Skagafjörðinn styttist hækkaði minn róminn og reyndi að yfirgnæfa Mamma mia diskinn sem ég var að reyna að hlusta á. Þegar við fórum í gegnum Sauðarkrók var hann beinlínis dónalegur og jós fúkyrðum yfir bæinn. Ég hækkaði bara enn meir í tækinu og fór að syngja með enda ekki vön því að rífast. Best að leiða það bara hjá sér. Ég tók svo upp puttaling (minnug ævintýra minna um daginn þar sem ég stóð við vegarkant með þumalinn upp í loft) sem fór í fyrstu hjá sér yfir látunum í prinsinum. Við kölluðumst því á í stað eðlilegs spjalls þar til hún hoppaði út í Borgarnesi. Þegar þarna var komið við sögu hækkaði ég svakalega í tækinu og var farin að syngja fáránlega hátt með...svo það var bara gott að það var enginn ferðafélagi með í för...! Þegar ég keyrði svo inn í siðmenninguna er skemmst frá því að segja að prinsinn vakti áður óþekkta athygli á sér, slík voru lætin í honum. Ég ákvað að koma við hjá Þóru sys og sækja burstann minn en aðkoma mín þangað verður best lýst svona.
Hjón stóðu í þögn inni í eldhúsi að undirbúa matarboð. Karlinn var að skerpa á kjöti en frúin að brytja niður í salat. Berst þá inn mikill hávaði að utan.
Hallgrímur: Hvað er þetta?
Frúin teygir sig í átt að glugganum en snýr sér svo aftur að fyrri iðju: Lilja er að koma.
Já pústið er farið og ég er í þessum töluðu að sækja um nemakort í strætó.
Pís át!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 21.8.2008 | 10:06 | Facebook
Athugasemdir
Falleg síðasta færsla hvað gafstu þeim í kveðjugjöf?
Já farðu nú með bílinn í endurvinnsluna og notaðu hjólið þitt og strætó :)
Við "hjónin" vorum að horfa á svo góða heimildarmynd með Al Gore í gær um global warming og bara ó mæ god það sem er að gerast í heiminum og allir að sofa á verðinum. www.climatecrisis.net Hvet alla til að horfa á þessa mynd og hugsa sinn gang :)
Ef þú færð þér nýjan bíl þá verður það að vera vetnis bíll :)
arna sys (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 18:45
Það bregst ekki, e-ð hlaut að gerast!
Púströrið hélst allavega undir bílnum í þetta skipti
disa (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 19:50
Úff ég held ég geti ekki horft á þessa mynd, hugsa ég myndi grenja einhver ósköp yfir henni Er soldið mikill heimsenda-hræðslupúki. Stefnir þessi gegndarlausa eyðsla okkur í eitthvað annað en það?! En jú, ég stefni á að fá mér vetnis Volvo einhvern tímann þegar ég er orðin fullorðin og þarf á bíl að halda. Svo er rétt sem Dísa segir, maður verður að horfa á björtu hliðarnar og þakka fyrir það að púströrið hélst allavega undir bílnum á leiðinni heim
Núna er prinsinn bara parkeraður fyrir utan hús og verður ekki hreyfður á næstunni nema til að fara á verkstæði. Ætli maður labbi ekki bara í skólann þar til nemakortið er komið í hús? Nema hvað!
Liljan (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 11:34
sæl, er alltaf að kíkja inn en gríp alltaf í tómt. Brjálað að gera?
disa (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 19:16
Hæ..! Tölvan mín er bara í því að frjósa þessa stundina. Kannastu við það? Hvað segir systirin?!
Ég var búin að skrifa ágætan pistil handa þér en hann hvarf út í eitthvað tóm og er ekki væntanlegur aftur. Ég skal reyna að henda inn nýjum við tækifæri. Aldrei skortur á vandræðalegum mómentum á þessum bæ.
Það var annars ótrúlega gaman að heyra í þér um daginn
Liljan (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.