Fyrir þig, Þórdís Ellen!

Ég eyddi fyrsta deginum mínum í stórborginni hjá afa. Karlinn er loksins búin að fá sérherbergi svo dagurinn fór í flutningar. Þetta var vissulega gleðidagur enda langþráður. Ég kynntist reyndar dekkri hlið á afa mínum sem felst helst í því að henda ekki rusli í ruslatunnu heldur í einhverja skúffu í kommóðunni! Tyggjóbréf, umslög..nefndu það!Grin En já, þetta var mjög góður dagur, langt síðan ég hafði séð karlinn svona ánægðan með lífið (enda varla búin að sjá hann allt sumarið..) Viku síðar var svo kominn tími til að flytja litla sófann til hans. Ég bjallaði í Markús og byrjaði á smáspjalli sem ég er frekar léleg í enda augljóst að mig vanti eitthvað, þegar mig vantar eitthvað. Hann klippti fljótlega á útúrdúrana og spurði hvað mig vantaði. Ég sagði honum þá að mig vantaði Boot-camp budz til að kippa undir sófann niður eftir til afa.

Markús: Ætlaru að labba með sófann í gegnum íbúðahverfi um hábjartan dag?

L: Ég hafði hugsað mér það, já.

Markús: Er ekki í lagi með þig?!?

L: Ööö jú..!

Í stuttu máli sagt fannst bróður mínum þetta frekar fáránleg hugmynd. Ég tók aðeins í sófann meðan ég var ennþá með hann í símanum og komst að því að sófinn var ekkert svo þungur. Ég sagði honum því að gleyma þessu þar sem ég gæti að öllum líkindum græjað þetta sjálf. Hefði í raun verið með óþarfa vesen að biðja hann um þetta. Leið svo á daginn og ég ætlaði að leggja í hann til afa. Það var þó nokkur vandi að koma sófanum úr sjónvarpsherberginu og út á pall enda nokkrar dyr sem þurfti að komast í gegnum. Þegar ég hafði velt sófanum á undan mér (eins gott að foreldrar mínir lesi þetta ekki..) og út á pall var hjartað farið að slá örar og svitinn farinn að spretta fram á enninu á mér. Hann var aðeins þyngri en ég áætlaði. Ég hringdi því í Markús sem var þá hjá afa til að athuga hvort Þorgeir væri með honum, hann gæti kannski létt aðeins undir með mér en hann var ekki með. Ég sagði honum þá bara að ég væri að leggja í hann og við myndum sjást innan örfárra mínútna. Ég henti mér í skó, tók upp sófann og gekk lúshægt niður tröppurnar á annan pall en þá var ég farin að hlæja upphátt og nánast henti sófanum frá mér. Ég tók á mig rögg og ákvað að rubba þessu af. Ég tók því sófann upp öðru sinni og rölti niður á bílaplan en lenti þá í sömu vandræðum. Það sem var einna fyndnast var að ég sá nákvæmlega ekki neitt þegar ég hélt á sófanum nema sófann sjálfan. Hann blokkaði allt útsýni! Bjartsýnismanneskja sem ég er ákvað ég bara að taka þetta á jákvæðninni. Hvað með það þó ég sjá ekki neitt? Ég hef labbað þessa leið svo oft að ég get farið þetta blindandi ...með léttu(!) Með þessa hugsun í kollinum vippaði ég sófanum upp og rölti blindandi út af bílastæðinu. Aftur var ég farin að hlæja svo mikið að ég missti sófann nánast á bakið í blautt malbikið. Þá kikkaði eitthvað inn (skynsemi?) og ég skokkaði til Línu til að athuga hvort Arnór væri heima en svo heppin var ég ekki. Þegar ég rölti aftur til baka og horfði á sófann út á miðri götu réði ég gátuna við því hvers vegna ég lendi alltaf í svona kjánalegum aðstæðum. Það er náttúrulega ekki komið af neinu nema mér sjálfri og mínum bjartsýnu ákvörðunum! (Dísa, þú þarft bara að vera meira nörd eins og ég, þá kemur þettaTounge...og tileinka þér ,,þetta reddast" viðmótið!!) Ég leit á símann minn og sá að Markús hafði hringt svo ég hringdi til baka. Ég var varla búin að heilsa þegar hann labbaði fyrir hornið og sprakk úr hlátri yfir því að ég væri ekki komin lengra á leið. Ég vippaði því sófanum upp á aðra mjöðmina og tók hröð mörgæsaskref til hans. Með fullkomna sjálfstjórn nb!

Sófinn komst því á sinn stað og afi var ekki frá því að það bergmálaði minna svo það var bara gott málCool

 

Já maður reynir allavega að redda sér..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lilja, þú ert bara SNILLINGUR!!  Takk fyrir skemmtun dagsins

Lísa (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 13:09

2 identicon

Gat ekki annað en verið snortin þar sem færslan er stíluð á mig;) en eftir þennan skemmtilega lestur um misgáfulegar en daglegar að ég held athafnir þínar þá held ég að þessi færsla sé feitt skot á óþolinmæði mína, ekki satt?

disa (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 16:21

3 identicon

Verði þér að því Lísbet

Hmm Dísa..Hvað meinaru með óþolinmæði þinni? Ég er svo aldeilis bit..!

Mér verður hugsað til þeirrar stundar þegar við sátum sveittar í sumar að búa til video úr gæsapartíinu fyrir brúðkaupið..það draup ekki af þér þó allt gengi (á tímabili) á afturfótunum     Ha ha!

Liljan (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:00

4 identicon

Satt, videogerðin reyndi aldeilis á þolrifin. En þetta var mun auðveldara en það fyrra sem ég gerði þá var ég orðin eins og hvítur stormur, man ekki hversu oft ég horfði á það til þess að hafa það eins og ég vildi.

Samt alltaf svo gaman þegar þetta er tilbúið, þú ferð bara í það að safna í næsta myndband!!!

dísa (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 18:48

5 identicon

Næsta myndband? Er einhver á leiðinni upp að altarinu?!

Eða hefuru kannski aðrar hugmyndir um nýtt myndband?

Talandi um það, ætlaru ekki að filma þegar þú ferð út í janúar?? Það verður örugglega efni í heila bíómynd

Spurningar...spurningar...spurningar...!

Liljan (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 08:49

6 identicon

Hvað vorum við að tala um í gær...þig og svona fáránlegar aðstæður! Þú ert alveg ótrúleg...mikið er ég glöð að ég fæ að vera vinkona þín...annars væri lífið svo miklu leiðinlegra! Og mundu svo eftir því að klæðast síðbuxum og jakka

Anna guðný (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 21:43

7 identicon

Takk sömuleiðis Anna Guðný, gott að eiga þig að 

En jú, mig rámar nú í þessar umræður! Annars er ég nú öll að lagast af kvefinu. Gott ef þessi svalandi göngutúr í bænum hafi ekki bara rekið þetta endanlega úr mér. Kannski ekki jafn virkt og sjósund en ég er of mikil skræfa í það...ennþá.

(er ennþá södd eftir vöffluna! Fór alveg með það...)

Liljan (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 10:57

8 identicon

æ hefur gleymst að segja þér frá giftingunni okkar Julios!

Veistu ég held ég sé búin að komast að því að þessi misheppni eða þessar undarlegu aðstæður sem þú virðist alltaf koma þér sé ættgengt, sumir virðast hólpnir en aðrir ekki.

Ég var nefnilega að vinna á sjoppunni í gærkvöldi og Inga var að segja mér skemmtilega sögu af Sibbu frænku.

Það var þannig að Sibba gerði einu sinni pizzu handa körlum sem voru að vinna við að steypa einhverja götu í St. Ólaf, eftir átið fór einn karlanna víst að æla. Foringi þeirra hefur tekið málið í sínar hendur og hrindi uppá sjoppu til að kvarta, í sínu Sakleysi bauð Sibba þeim aðra pizzu...En þá trompaðist karlanginn og sagðist sko vera á tæki sem gæti jafnað sjoppuna við jörðu...Præsless

dísa (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 13:06

9 identicon

Hugo Julio?!

Snilld með Sibbu frænku Hún er orðheppin gellan!

Ég er alltaf á leiðinni að koma við í bílalúgu (í strætó!) til þess eins að panta sykurlaust tab og twingo bar ..veit samt að ég kæmist aldrei upp með það, væri farin að flissa áður en kæmi að mér í röðinni

Liljan (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband