Ok...fine!

Ég vaknaði eldhress í gærmorgun að verða 7....langdregið?! Ég átti ekki að mæta í fyrirlestur fyrr en 9:45 og var því bara hress á kantinum. Ég sendi Selló Stínu ábendingar um skemmtileg You tube video og horfði á Serious baby og Benny Lava í leiðinni. Ég var því búin að fá ágætt hláturskast og klukkan rétt að smella í 8.

Nú á ég bara eitt millistykki og þarf því að velja hvort ég hafi lampann minn í sambandi eða græjurnar. Þennan morgun var lampinn í notkun svo græjurnar voru ekki notaðar. Dreg ég því fram ipod-inn góða.. Komin í þetta fína skap sem einkenndi mig þennan morgun var ég fljótlega farin að dilla rassinum í takt við tónlistina meðan ég gerði heiðarlega tilraun til að setja upp grímuna (það er ekki hlaupið að því að klína á sig maskara meðan maður dansar við Give it 2 me). Þegar Mamma mia! var farið að óma í eyrum mínum er skemmst frá því að segja að mín var komin í BANAstuð. Maskarinn var kominn á sinn stað svo hreyfingarnar urðu miklu -MIKLU frjálslegri. Ég smellti mér í stígvél spígsporaði inn í stofu og fram og til baka milli þess sem ég brýndi röstina og tók nú hressilega undir:

 

LAY ALL YOUR LOVE ON MEEEEE......!

 

..og nú er ég ekkert sérstaklega lagviss ung stúlka! Þar sem ég dilli mér og tek saman skóladótið syngjandi (-talandi um að vera fjölhæf og gera margt í einu) hrekk ég svona líka svakalega í kút því það stendur einhver í gættinni hjá mér. Var það þá faðir minn sem hafði skotist heim með bílinn (ég stóð í þeirri trú að ég væri ein heima -vitanlega!). Pabbi stóð kengboginn í gættinni og kom ekki upp orði fyrir hlátri. Ég hef aldrei séð föður minn jafn frá sér af hlátri og akkúrat þarna. Þegar kauðinn fékk málið aftur (og ég fékk þetta í skorpum því hann sprakk aftur og aftur...) sagðist hann hafa kallað og kallað á mig (ég heyrði ekkert) og staðið svo heillengi í stiganum í kasti án þess að ég yrði hans vör.

 

Þarna varð ég nokkuð lúpuleg en þakka Guði fyrir að þetta var "bara" pabbi en ekki einhver annar. Þá hefði nú þurft eitthvað annað orð yfir að roðna heldur en að roðna!

 

Annars minnir þetta atvik soldið á frænda hennar Helgu sem tók sjálfan sig upp á video ca 11 ára gamall. Sjáið hann á You tube: Gudjon the singer -Þessi gaur er víst snillingur fram í fingurgóma og kemur mér reglulega til að hlæja. Hann kom þó Helgu og mér í hann krappann þegar við kíktum í kvöldmessu í Laugarnesið um daginn og kórinn tók Drottinn er minn hirðir.

Þá var erfitt að halda í sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh, þetta ert svo mikið þú!!!!! 

Er það furða þó maður bíði spenntur á hverjum degi eftir nýju bloggi frá þér stelpa, algjör snilli   Ég hefði gjarnan viljað vera þarna með pabba þínum og fylgjast með þér í stuðinu 

Lísa (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 13:38

2 identicon

Vandræðalegar sögur fyrir sálina er alveg málið býst ég við. Maður verður að reyna að halda í "gleðispreðara" titilinn frá Elínu.

Ég er hins vegar að hugsa um að senda Guðjóni frænda Helgu þakkarbréf, því jafnvel á mínum svörtustu stundum (!) kemur hann mér til að hlæja. Og það er nú ekkert lítið að gleðja aðra eins og hann Guðjón hefur glatt mig

Liljan (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 21:29

3 identicon

óh mæ Lilja litla sys!! æji svolítið pínlegt. Haldiði að verði ekki alveg steindautt í Dynskógunum þegar Liljan er flutt á Holtsgötuna á vormánuðum komandi árs??

Skoðaði þennan Gudjon the singer  á sínum yngri árum..Hann er bara fyndin og syngur með þvílíkri innlifun að unun er á að hlusta.  Hvað er pilturinn að gera í dag? Healthy joggari sem er með ofnæmi fyrir kakói (þ.e borðar ekki súkkulaði) horfir ekki á sjónvarp og elskar grænmetissúpur ?? Jii Lilja hvað segiru þá.....

Þóra sys (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 00:36

4 identicon

Nei ég er bara dissuð þessa dagana!! Eins miklum mannkostum og ég þykist fullviss um að Guðjón búi yfir hef ég ákveðið að gerast einsetukona. Kannski ég fari í afnæmingu fyrir köttum svo ég geti fengið mér nokkrar kisur og orðið skrýtna kisukonan á horninu..

Annars ligg ég núna á bæn að tveir löggumenn leigji íbúðina því mér stendur vægast sagt ekki á sama um kauðann sem kom um daginn og ætlaði að leigja Pabbi er sannfærður um að þetta sé krimminn sem leigði hjá Örnu og Svenna á sínum tíma! Ó boj! Er að hugsa um að fá Budzinn í fjölskyldunni með mér þegar ég fer að sækja dótið niðureftir í dag ef ég skyldi rekast á hann. Kannski smá paranoja í gangi en ég er búin að ákveða að hann hafi í sér efni í eltihrelli..ég þori ekki einu sinni í Kolaportið. Langar svo geðveikt að kíkja þangað -ekki búin að fara síðan með afa einhvern tímann um árið..

En já..ég hugsa að það verði fremur dautt þegar ég flyt. Nema foreldrarnir haldi bara áfram. Einhvers staðar hlýtur maður að hafa erft þessa hæfileika,) Pabbi heldur áfram að fara í kirkju með saumsprettu á rassinum og hreinsa þakrennuna í Gap jakkanum sínum (sem reyndist vera Gant!). Það var fyndið..!

Liljan (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband