Eru vörur eitthvað verri ef þær eru útrunnar?!

Ekkert svakalega fyndið blogg..en hefði verið efni í góða sögu.

 

Um daginn áttum við Álfheiður Kristín stelpustund. Ég sýndi henni video frá Kenya, við sungum ABBA-lög, hittum Helgu, Þóru og Jóa á Serrano og enduðum svo hjá afa. Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími og eini tíminn sem við höfum átt svona tvær síðan hún var ca 6 mánaða held ég. Jæja..ég var búin að vera taka til hjá mér og fann fullt af blokkum sem ég ætlaði að gefa henni (enda fjöldaframleiðir hún listaverk), blómapúða og eitthvað smádót. Svo var ég nú að hlaupa út á æfingu í gær þegar ég rek augun í lyklakippu sem átti að fara með í Ólafsgeislann en hafði gleymst. Þetta er svona mini-bakpoki sem ég fékk í Lux ‘94 þegar ég fór þangað í sumarbúðir. Ég tók upp kippuna og hálf bölvaði mér að hafa gleymt henni. Þar sem ég handfjatla hana finn ég að það er eitthvað í henni. Nú man ég ekki hvenær ég notaði hana síðast en forvitnin ætlaði með mig. Ég renndi frá og tók upp strætómiða fyrir 12-15 ára og tvö plaststykki sem reyndust vera smokkar.....sem runnu út 2004! Hversu fyndið hefði það verið ef Álfheiður hefði labbað með þetta til mömmu sinnar eða pabba og spurt: Hvað er þetta sem var í dótinu sem Lilja gaf mér?!

 

Ég hefði nú borgað eitthvað fyrir að sjá svipinn sem hefði komið upp þá. EN þetta gerðist ekki í alvörunni..rétt slapp. En ég hefði haft gaman að umræðunni sem hefði skapast í kjölfarið eða vandræðaganginum sem þessi saklausa spurning hefði sennilega ollið á heimilinu. Vantar einhverjum smokka? Sennilega ekki mjög traustir..kjörnir í ,,slys”Shocking

 

En að öðru! Nú er maður alltaf að reyna að bæta sig og hugsa hvað maður getur gert betur..og auðvita er alltaf af nógu að taka. Dettur ykkur eitthvað í hug, Lísa, Þóra eða Ása? Dáldið sorglegt að vita hvaða 3 lesa bloggið manns! Ég fer nú að hætta þessuJoyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ók …Burt séð frá því hvernig við húsbóndinn hefðum útskýrt smokkana fyrir börnunum… ( ég er góð í því!). Mér dettur strax í hug..Sérstakar afmælisblöðrur fyrir stórafmæli fullorðinna..(þekktasta tilsvarið mitt sem ég er reglulega minnt á ) Einu sinni voru Jörg, gamli skólafélagi og hans sambýlismaður í heimsókn hérna í Ólafsgeislanum. Þorri kom heim úr skólanum og er mjög óðamála. “ Mamma, mamma ég sá Jörg og Mikka vera að kyssast á munninn þegar ég var að labba fram hjá herberginu mínu”! Þá varð mér á að svara svona “ Æji Þorri minnþeir eru bara svo rosalega góðir vinir “! Þetta má auðvitað misskiljast á allan hátt þegar maður er bara sjö ára en allt annað…LILJA litla sys, hvernig á maður að skilja það að þú eigir í forum þínum SMOKKA sem runnu út ( þetta hljómar fáránlega í þessu samhengi!!!!) árið 2004! Og ég gæti ímyndað mér að smokkar séu lengi að renna út..( ennþá kjánalegra)!! SEM SAGT  …hvað varst þú að gerameð smokka í sumarbúðum í Lúxemburg árið 1994..bíddu ha….bara 11 ára??????

Þórhildur (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 23:25

2 identicon

Í guðs bænum alls ekki hætta að blogga!!  Það eru alveg pottþétt miklu fleiri sem lesa bloggið þitt en við þrjár, believe you me!   Og það er ekkert skrýtið, þú ert svo skemmtilegur penni.  Keep up the good work!

En ég verð nú bara að segja eins og stóra sys, hvað í ósköpunum varst þú eiginlega að gera með smokka, 11 ára gamalt barnið..??!!

Lísa (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 09:12

3 identicon

Hætta að blogga, hvað áttu við........!!!?? Ég var að detta inn á þetta hjá þér og þetta er snilld, gott að hafa eitthvað skemmtilegt að lesa í myrkrinu. Það eru sem sagt tvær Ásur sem lesa bloggið þitt og hver veit nema það séu líka tvær Þórur og Lísur, you never know.

Ása

Ása (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 09:41

4 identicon

.. og svo er alltaf ein Helga sem les líka en hún er hins vegar frekar latur commentari.. er haldin sérstöku "nocomment" syndrome sem er afar sjaldgæft..

En góð saga.. hefði gefið allt fyrir að sjá litlu skottuna standa frammi fyrir foreldrum og sýna og krefjast skýringa á þessu furðulega plastapparati!

 En lilja, bæta sig - held að það sé nú bara fátt sem þú getur bætt.. þú ert frábær í alla staði og ef þú myndir bæta þig eitthvað þá yrði örugglega stoppuð upp, steypt í mót og sett á þjóðminjasafnið með gömlu dýrðlingamyndunum.. ! Þú ert náttúrulega bara one of kind frá a-ö :)

Jæja ætla að fara að læra

sé þig fyrr en seinna.. annars finn ég þig í fjöru :)

Helgan

Helga (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:32

5 identicon

Rólegar að stoppa á 11 ára aldrinum! Ég held ég hafi nú fengið þetta þarfaþing gefins á einhverju kynfræðsluerindi sem haldið var í Hólmaseli þegar ég var í unglingavinnunni. Maður fer bara hjá sér við þessar aðdróttanir! Ha ha ha ..en já, Jörg og Mikki eru mjög góðir vinir, kannski betri en flestir Minnir mig á það þegar Jóna vinkona spurði mig um Adrenalíngarðinn og ég sagði það vera svona garð með leiktækjum fyrir fullorðna.. Hausinn á Jónu fór alveg á flug svo það var ekki nokkur leið að ná sambandi við hana það sem eftir var dags..!

En takk Helga mín fyrir þetta, þú ættir að lesa þessi orð þín aftur með sjálfa þig í huga. Þú finnur mig annars ekki í fjöru, ég verð á sprettæfingu niður í Elliðarárdal á eftir (að öllum líkindum) og svo heima í meyjarskemmunni. Ávallt velkomin En þetta heilkenni þitt er algengara en margan grunar svo við skulum ekki vanmeta það. Ég fyrirgef það upp að vissu marki vegna mannkosta þinna!

Ása Torfa eða Ása Arna?

Talandi um Örnu..Hvað hefur orðið að nýgiftu systurinni..?!

Liljan (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:02

6 identicon

Ég les líka:)... og strætómiðar fyrir 12-15 ára og smokkar á sama stað... snilldar saga!!

segi það sama... hvað er að frétta af þeirri nýgiftu?

Hildur Ýr (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:33

7 identicon

Æi ástin hefur svo ruglandi áhrif á fólk. Hvað þá gifting!

Ég sé þau alveg fyrir mér (VÍ komin í háttinn) sitjandi í rökkrinu við týru frá kertaljósum. Það rýkur úr tebollunum  fyrir framan þau og þau leiðast yfir eldhúsborðið. Horfa svo dreymandi í hvors annars augu því þegar ástin er annars vegar eru orð ofmetin..!

Nei ég segi nú svona..hvað veit ég?! Ég á bara útrunna smokka frá því ég var 12-15 ára Ha ha ha..!

Liljan (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband