Þessi saga er náttúrulega ekki eins fyndin og þegar Þóra segir ýktu útgáfuna sína af henni..en jæja! "Mörg" ykkar hafa e.t.v. heyrt hana.
Þannig var að ég var á Lansanum þegar inn kom maður sem mettaði mjög illa. Þetta var hress eldri maður og greinilega ekki vanur að vera lasinn enda fylgdi honum einhver ósköp af fólki sem er ekki vaninn í bráðageiranum. Karlinn var svo uppveðraður yfir öllum þessum gestum að hann reif af sér súrefnismaskann hvað eftir annað til að tjatta við liðið. Þegar minn tók af sér maskann duttu tölurnar niður og mónitorarnir öskruðu. Ég fór því til karlsins og útskýrði fyrir honum af hverju tækin voru að pípa og hvers vegna hann yrði hreinlega að vera þægur og hafa á sér maskann. Karlinn hlustaði og horfði sposkur á mig en spurði svo hvort ég væri mikið í hestunum. Þarna kenndi ég einhver ósköp í brjóst um karlinn og hélt að hann væri farinn að rugla vegna lágra mettunargilda. Hann teldi sig sjálfsagt þekkja mig úr einhverri hestaferðinni. Ég fór þá út í heilmikið einhliða spjall þar sem ég sagði honum frá einlægum áhuga mínum á hestum og þeirri staðreynd að ég færi á bak þegar ég gæti -sem væri ALLTOF sjaldan. Auk þess sem ég ætti hnakk þó engann ætti ég hestinn..Ég átti alveg efni í meira babl þegar karlinn stoppaði mig og sagði:
Nei ég segi nú bara svona því ég sé að þú ert með skeifur á gleraugunum þínum..!
Þarna sá ég að karlinn var alveg með fulla fimm þar sem brosti stríðnislega með augunum auk þessa hefðbundna sem ég endurgall honum með gleði í hjarta enda góður "djókur". Því var þó ekki svo farið með miðaldra mann, sjálfsagt sonur, sem sat hjá og hlustaði á umræðurnar. Sá fór alveg í flækju og reyndi að redda þessari "hræðilegu" athugasemd með því að hiksta: Nei er þetta ekki hérna...öö Gucci?!
Í gær vitjaði ég eldri hjóna í Heimahlynningunni en frúin átti ekki til orð yfir því hvað það voru fallegar skeifur á gleraugunum mínum. Þá greip hjúkrunarfræðingurinn sem ég var með (frábær stelpa) orðið á lofti: Nei, er þetta ekki 'Channel'? Ég gat náttúrulega ekki á mér setið og sagði söguna af hestagleraugunum við góðar undirtektir.
En það er víst bara 1-N í hestagleraugunum..það veit mágur minn, Halli!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 3.10.2008 | 06:37 | Facebook
Athugasemdir
Heyrði í þeirri nýgiftu í morgun. Hún er á bókamessu í Turku..brjálað að gera
Liljan (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 20:20
Nákvæmlega...Hann veit allt um það (enda margfróður um gestagleraugnasöguna margfrægu..) ! Maður segir ekki Channel(tsjannel) sbr. ..channel- rásir á sjónvarpi..ekki rétt, heldur Chanel (sjanel) þ.e.a.s. hið margfræga franska tískumerki sem margir..þó ekki allri, þekkja.
Já gott að vita af henni sys og gott að hún hefur ýmislegt fyrir stafni..
Þóra og Halli (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 00:40
Meira hvað þið hjónin eruð inn í hátískunni ...bara með framburðinn og ALLT á hreinu!
Liljan (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.