Ég er mikið búin að velta því fyrir mér hvað ég geti mögulega bloggað um í öllu þessu krepputali. Ég var komin á það að skrifa óþolandi bjartsýnistexta (og hef reyndar alveg fullt í slíka ræðu) en svo hugsa ég að það séu bara ekki allir tilbúnir í svoleiðis pistil eins og er. Þess vegna ætla ég bara að benda ykkur á uppáhalds youtube myndböndin mín sem þið getið kíkt á þegar ykkur vantar uppörvun, )
1. Gudjon the singer -Ég hef nefnt Guðjón áður. Þetta er litli frændi hennar Helgu sem er víst snillingur fram í fingurgóma. Aftur og aftur hefur hann komið mér til hlæja. Hápunkturinn hér er "bikar minn er AAAARMAFULLUR.....!"Reyndar er þetta myndband hápunkturinn á Youtube fyrir mér.
2. Ken Lee -Kona sem reyndi fyrir sér í Idol í Búlgaríu. Hún tekur lagið Ken Lee b.þ.s. Without you. Ég fékk pínu sammara að vera hlæja að henni blessaðri en hún kom svo fram í Idolinu og tók lagið við mikinn fögnuð viðstaddra. Hún varð fræg (má þó geta þess að enskan hafði eitthvað verið fínpússuð fyrir performansinn í sjónvarpsal) og nýtur mikilla vinsælda á youtube sem og í heimalandi sínu.
3. Benny Lava -Buffalaxed. Þetta er Bollywood tónlistarmyndband sem einhver snillingurinn hefur legið yfir og skrifað texta við á ensku. Þ.e.a.s. það sem honum finnst þau segja á ensku þó vitanlega séu þau ekki að syngja á enskunni. Þarna kemur fram á sjónarsviðið afskaplega fallegur maður með rétt múv og góðan fatasmekk.
4. Blood -Krakki reynir að segja föður sínum að litli bróðir hans sé með bágt. Það er frekar fyndið að heyra krakkann segja blood og færa sig svo yfir í NOT funny þegar pabbinn er að missa sig. Þessi má svo fylgja eftir með Blood remix.
5. Serious baby -Flest barnavideo eru bara krúttleg. Það er bara svoleiðis!
Þetta eru svo að segja einu videoin sem ég horfi á þegar ég fer á youtube..þannig að allar uppástungur að nýjum eru vel þegnar.
Titillinn hér að ofan er bara komin af því að þið mættuð vera duglegri að kommenta eða skrifa í gestabókina Það hefði sem dæmi verið efni í frábært komment við Abba færsluna um daginn ef Helga hefði deilt með viðstöddum þegar hún lenti í svipaðri aðstöðu heima hjá sér og hélt vöku fyrir fjölskyldunni með því að syngja eitt merkilegasta lag ALLRA tíma..hmm Helga!
Ég fer út á morgun að passa Viktoríu á meðan foreldrarni spóka sig um á Tælandi í brullaupsferð. Ég kem aftur heim 20. Þannig að þið bara sendið mér línu þar sem síminn verður lítið notaður...reyndar er hann að hóta mér þessa dagana svo kannski á hann bara ekkert langt eftir.
Annars mæli ég með bókinn Gæfuspor eftir Gunnar Hersvein -mjög góð lesning Og ef þið hefðuð viljað bjartsýnispistil þá bara látiði mig vita og ég skal henda í einn slíkan frá Helsinki
Moi moi!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 9.10.2008 | 10:41 | Facebook
Athugasemdir
Góða ferð út, góða skemmtun í Helsinki og góða ferð heim Þarf greinilega að tékka á þessum youtube videoum, svona á þessum síðustu og verstu...!
Hlakka til að lesa bjartsýnispistilinn frá Finnlandi
Kveðja, Lísa
Lísa (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:51
Hæ hó hó hó ... Já nú er það Pollýanna og ekkert nema Pollýanna sem dugar. Vildi óska ég gæti kíkt til Helsinki og aðeins í HM...hvað kostar krónana þar...ha ha ha...alveg rétt hún er ekki til lengur í Finnlandi... ha ha ha...
Pollý pollý.... Góða ferð og góða skemmtun. Kv. Jóna Björk de Pollýfonó...
Jóna Björk (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:48
ég vil taka það fram að ég var 13 ára gömul.. eða kannski 14 eða 15 - man það ekki.. en já, ég var með headfone á miðnætti að hlusta á celine dion og eitt dramatískasta lag sem komið hefur út úr henni.. sko munninum.. haha.. en já, fékk svo smá blauta tusku í andlitið þegar pabbi kom niður með dash af léttum pirring í farteskinu og bað mig vinsamlegast um að hætta þessu góli.. strax!! já sææælllll - má maður ekki einu sinni syngja... hahahahahahaha.. En það sem kannski má líka taka fram er að herbergið mitt var á neðri hæðinni, hjónaherbergi foreldra minna a efri hæðinni og 3 lokaðar dyr á milli.. Veit þó alla vega að ég hef sterka rödd.. !!!!!
Jæja, hafðu það gott í finnlandi skan og mundu: liv a líttle!
Helga (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 22:04
Punch line-id í tessari sögu gleymdist Helga! ..Lagid sem um getur er ALL BY MYSELF!! Snilldarlag,) Ha ha ha!
Ég er hins vegar loksins búin ad fatta hvad var ad netinu hérna og tad kostadi eitt sms til Taelands eftir blód, svita og tár ad reyna ad fatta tad sjálf. Jú heimilistölvan er nefnilega á finnsku! ..og tó ég skilji stundum ca um hvad fólk er ad tala er tölvufinnska bara ekki mitt,) Ég dó samt ekki rádalaus og reyndi eftir fremsta megni med hjálp ordabókar sem ber ekki minni titil en Uusi suomi-englanti suursanakirja (takk fyrir gódan daginn!) ad strögglast í gegnum textann sem upp kom í hverri tilraun til ad kveikja á netinu. Gafst upp! Mér fannst bara eitthvad svo glatad ad vera trufla dúfurnar í brúdkaupsferdinni med tölvuspurningu En bjartsýnispistillinn kemur í kvöld. Er ad fara saekja VÍ og tarf ad klára smá fyrst!
Heyrumst!
Liljan (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.