Helgin var frábær. Við Viktoría hittum Óla í hádeginu á laugardaginn og enduðum á að eyða deginum með honum. Kíktum á kaffihús, röltum í bænum og borðuðum saman. Kvöldið endaði svo ekki á verri endanum þar sem Næturvaktin kitlaði hláturtaugarnar. Ég er farin að skilja svo marga brandara núna sem ég hef í gegnum tíðina hlegið kurteisislega að. Ég var bara ekki að ná því hvers vegna "eigum við að ræða það eitthvað...?!" var svona HRIIIIKALEGA fyndið. Verð að hrósa Helgu sem nær "Sæææll" betur en margur annar. Eigum við að ræða það eitthvað...?!
Gunnþór (múttubror) og Silla voru svo í helgarferð í Helsinki og bauð ég þeim í mat á sunnudaginn. Ég ákvað svo að slá tvær flugur í einni, gerðist djörf og bauð Óla og Maríu líka. Óli átti meira að segja afmæli svo það var nú tilefni til að eitra fyrir honum með eldamennsku minni! Ojæja..! Við VÍ kíktum í sund á sunnudagsmorgun (eyddum reyndar lunganum af þeirri sundlaugarferð í sauna að ósk þeirrar stuttu). Þegar heim var komið var ég ekki lengi að átta mig á því að þó ég væri orðin flink á gashellurnar (latte á hverjum degi) kunni ég ekkert á ofninn. Rétturinn (þessi eini sanni) yrði því ekki eldaður. Nú voru góð ráð dýr! Ég myndi ekki fyrir mitt litla elda fisk ofan í listakokkinn sem Silla er, Óli borðar ekki kjöt og þolir ekki hveiti og sykur svo valið stóð milli grænmetisrétta sem hægt væri að elda á hellu. Ég fletti í matreiðslubókum og ákvað að skjótast í búðina. Ég tók þrjá poka fulla af flöskum með, hengdi á kerruna og gekk af stað (alltaf að skila dósunum í endurvinnsluna).
Það var sunnudagur í Helsinki.
Og á sunnudögum er ALLT lokað! Ég leitaði víða en hvergi fann opna matvörubúð í hverfinu en mundi þá að niður í bæ væri ein sem var opin á sunnudögum. Við tókum því metro í bæinn en þar virtust allir helstu íbúar Helsinki samankomnir í sunnudagsinnkaup. Ég smeygði mér því með kerru og dósum í gegnum mannhafið í leit að kjúklingabaunum og kartöflum. Þegar ég svo rölti sveitt eftir þessa heljarför út úr búðinni sá ég hvar hægt var að skila flöskunum. Hefði verið best að byrja á því! Ojæja.. Þegar heim var komið, 2 tímum síðar, lokaði ég matreiðslubókinni og henti grænmeti í pott. Þar sem gestirnir voru komnir í spjallgírinn, kúkableijan í ruslið og ágætur ilmur lagði um húsið fékk ég allt í einu vægt sjokk. Ég bara trúði því ekki upp á sjálfa mig að ekkert væri kjötið fyrir Dunda frænda! Ég sá fyrir mér áhyggjusvipinn á pabba þegar hann kom einhvern tímann að mér standandi yfir pottum (mor var í Finnlandi) og hváði: Hvað ertu að gera?! Eins og ég væri að teikna Óla prik á vegginn Pabbi minn kallar ekki allt mat en kjöt og karteflur gerir flest að fæðu! Mér varð svo um þessa uppgötvun mína að þegar ég var búin að skella pottinum á borðið fattaði ég að ég hefði ekki svo mikið sem smakkað súpuna til að athuga hvort hún væri í lagi! Súpan var sosum (ág)æt en mér fannst ég sjá Dunda greyið rýna öðru hvoru í skeiðina sennilega að velta því fyrir sér hvað hann væri að leggja sér til munns Arna og Tuomas komu svo heim úr brullaupsferðinni færandi hendi með eftirrétti góða. Þetta varð því hið ágætasta kvöld svo ekki verði meira sagt!
Þetta minnti mig á það þegar ég gegndi móðurhlutverki fyrir börn í öðrum hluta Finnlands á sínum tíma..en það kvöld var einhvern veginn svona (gömul færsla..)
24.október 2003
Ég kom heim úr skólanum um hádegid tar sem finnsk málfraedi var ad fara med mig. Hressti mig reyndar vid med tví ad skrifa bréf til Röggu.. Krakkarnir voru mjög hressir enda í haustfríi og fengu ad vera heima. Frúin var líka heima en hafdi verid ad vinna kvöldid ádur svo hún var mjög treytt. Ég var tví allan daginn í "uss krakkar-pakkanum" til ad trufla ekki svefninn. Klukkan 17:30 vaknadi frúin og var mjög takklát fyrir fridinn, 10 mínútum sídar veiktist hún og fór aftur í rúmid. Ég fékk samt verkefnid ad elda ravioli.. sem vaeri svosem allt í lagi nema fyrir tad ad ég hef aldrei eldad tad ádur og einu sinni bordad tad. ..og tad var í Turku og tad var vont! Ég setti mig í eldunarstellingar en krakkarnir voru komnir í "med orm í rassinn-pakkann". Á umbúdunum stód ad madur aetti ad sjóda pastad í 3 og hálfa mínútu og tar sem ég var ad gera tetta í fyrsta skiptid var ég hardákvedin í ad fylgja tví.. tó ég vaeri langt frá tví ad fatta hvad tetta 'og hálfa mínútu' aetti ad týda. Á pakkanum stód líka ad madur aetti ad bera tetta fram med sósu. Ég var í "ég get allt-studi" en missti soldid módinn tví tad var alls ekkert til í tessa sósu nema laktósa- og fitufrí mjólk í ísskápnum.. ekki alveg ad virka. Ég var tví farin ad bölva vatninu ad byrja svona fljótt ad sjóda medan ég fletti hratt í gegnum 'Kokbok för stressade foräldrär' (ekki djók!). Medan ég var ad tví komu krakkarnir inn í eldhús og vildu fá eitthvad ad drekka. Ég gerdi pásu á eldamennskunni (sem var nú ekki upp á marga fiska) opnadi epladjúsfernu og hellti örlitlum dreitli í tvö glös.. tau eru nefnilega mjög dugleg ad hella óvart nidur. Ég fór aftur í 'Stressade foräldrär' í eina mínútu og tegar ég leit vid var epladjúsinn kominn yfir allt eldhúsbordid og gólfid.. Greit! "Ég get allt" vidhorfid var heldur farid ad leggjast á hlidina en ég var enn í "ussinu" svo ég plantadi börnunum í herbergid sitt. Tegar epladjúsinn var ordinn "uppturrkadur" (málhölt, málhölt) sneri ég mér enn í Stressudu foreldrana og var alveg á tví ad ég hlyti ad finna eitthvad tar. Tid vitid hvernig sumir geta gert eitthvad frábaert úr engu.. ég hélt ad tessi bók gaeti kennt mér tad. Ég var ekki sokkin djúpt í bókina tegar ég heyrdi "O-ó" úr barnaherberginu sem fylgdi sídan "Lilja kom hit!" Ég arkadi inn og sá alla kubbana teirra á gólfinu (svona 100.000stk) og tar vel blandad vid allt hitt var brotin skál (í adra 1000 parta). Ég fékk vaegt áfall enda hélt ég fyrst ad tetta hefdi verid Iittala-skál. Ég dró djúpt andann og bara; "jaeja, tú skalt ekki flippa. Komid krakkar mínir, vid skulum kíkja á Timon og Pumba" og tad vard og. Ég turfti tví ad gera enn adra pásu á eldamennskunni og í tetta sinn til ad sortera legókubba frá glerbrotum og ryksuga. Ég fór svo enn aftur í eldamennskuna en stressudu foreldrarnir gátu enga björg veitt. Ég tók upp á tví ad steikja graenmeti á pönnu og raviolid sídan med. Ég flaskadi samt eitthvad á tímanum, gerdist djörf og lét tad sjóda í 4 og hálfa mínútu. Krakkarnir komu nidur og bordudu allt! Tetta var tá bara aett eftir allt saman, ég hélt mig í graenmetinu enda ekki búin ad gleyma Turku. Ég var ordin nokkud treytt en krakkarnir voru í banastudi og aerslafull eftir tví. Ég fór tví med tau í rúmid kl 19:30 og tau róudust heldur vid tad. Kl 20 fékk ég frí og fór til Örnu.
Nútíð: Alltaf friður í fangi Örnu!! Það var ótrúlega gaman að eiga síðustu daga með Viktoríu og fá að passa hana á meðan foreldrarnir snorkluðu, fóru í útreiðatúr á fílsbaki og annað skemmtilegt í Taílandi. Hún er náttúrulega eðalkrútt stelpan og frábær félagsskapur. Uppáhaldsorðið mitt þessa stundina er "dúddamía" en ég missti það út úr mér þegar einhver dós datt á gólfið meðan við vorum að borða um daginn. Viktoría át þetta orð upp eftir mér hvað eftir annað og tók svo svakalegt hláturskast að ég hef aldrei vitað annað eins Nú vona ég bara að það líði ekki langur tími þar til við hittumst á ný.
Elska þig sys
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 21.10.2008 | 11:22 | Facebook
Athugasemdir
Elska þig líka krútta mín og þúsund þakkir enn og aftur fyrir að vera til og redda alltaf öllu og öllum. Lengi lifi fjórða barnið :)..
Jeminn eini hvað maðuir er búin að vera lélegur yfirkommentari en það lagast.. Það fer bara svo mikil tími í að fylgjast með stöðu mála í heiminum og svo eru bara allir á feisbúkk ekki satt..
er að fara að kenna knús og koss yfir hafið..
Arnie (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:16
Elsku Lilja mín
Innilegar hamingjuóskir í tilefni afmælisins í dag, alveg þokkalegur áfangi!
Hafðu það voðalega gott í dag og kvöld og auðvitað alltaf
Kær kveðja, knús og kossar
Lísa.
Lísa (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 08:56
Mín var ánægjan sys, gott að geta hjálpað ykkur og ekki leiðinlegt að eiga þennan tíma með VÍ
..og takk Lísa, ég vona að þú hafir það gott sömuleiðis og notir tækifærið til að gera eitthvað gott fyrir sjálfa þig (fyrir mig!) þó þú komist ekki í kvöld
Liljan (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.